Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 18

Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 18
16 HELGAFELL inn hefði hinsvegar orðið sá, að þá hefði mátt sjá þar annan og meiri vott um vorhuginn á árdögum lýðveldisins en aðeins stein og gler. í samanburði við þetta verður að telja það stórhug þegar Austurbæjarbamaskólinn er byggður um 1930, að það er efnt til samkeppni meðal myndhöggvara um lágmyndir og heitið háum verðlaunum. Ásmundur er þá kominn heim fyrir rúmu ári, peningalaus eftir langa útivist, og grípur því íeginslega þetta ágæta tækifæri. Hann sendir inn frumkast að fjórum lágmynd- um er sýna börn að námi og leik, og voru það einu tillögurnar sem bárust. Var honum síðan falið verkið og vann að því í sam- ráði við byggingarmeistarann, Sigurð Guðmundsson. Þegar því var lokið, fór hann til borgarstjóra að vitja greiðslunnar. Knútur Zimsen tók vel móti honum og afhenti honum ekki eitt umslag, heldur tvö. í öðru var hin umsamda greiðsla fyrir myndirnar, í hinu fyrstu verðlaunin í samkeppninni. Ásmund hafði ekki órað fyrir þessu, taldi að samkeppnin hefði fallið niður, þar sem að- eins einn hefði mætt til leiks. En borgarstjóri var fastur á því, að fæð myndhöggvara eða áhugaleysi skyldi ekki bitna á honum. í huganum var Ásmundur búinn að ráðstafa hverjum eyri í greiðslur skulda og nauðsynlegustu útgjöld, svo þetta skapaði honum óvænt fjárhagslegt svigrúm. Það eru eflaust fáar starfsstéttir, sem eiga við jafn erfið hús- næðisvandamál að etja og myndhöggvarar. Hljóðfærablásarar og söngkonur jafnvel ekki undanskildar! Myndhöggvari þarf mikið húsnæði, hátt til lofts, helzt með ofanbirtu, og það verður að vera auðvelt að koma stórum hlutum inn og út. Á árunum um 1930 var slíkt húsnæði mjög torfundið í Reykjavík. Yfirleitt voru listamenn á mestu hrakhólum. Einn hélt sig uppi á háa- lofti í Þjóðminjasafninu, annar innan um saltfisk í pakkhúsi, enn annar í líkhúsi, og eftir langa leit fékk Ásmundur Sveinsson loks inni í Holdsveikraspítalanum á Laugarnesi. Hér vinnur hann næstu fjögur árin við heldur erfiðar aðstæður. Myndir þessa tímabils hafa allar rólegt og angurvært yfir- bragð. Þetta er persónulegt hreinsunarskeið, ef svo mætti segja. Kúbismans gætir ekki lengur né beinna áhrifa arkaiskrar listar, — það hefur hvorttveggja runnið saman og mótazt með nýjum þroska. Formin eru ávalari og heilli, túlkunin öll værari. Myndin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.