Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 28

Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 28
26 HELGAFELL Þar er heildarformið myndað af tveimur stórum hringjum, og handleggurinn, sem styðst niður á sökkulinn, gefur þeim óvenju- legt flug. Það er oft sem ég hef undrazt hæfileika Ásmundar til túlk- unar óhlutlægra hugtaka. Þar er hann ekki aðeins mikill mynd- höggvari, heldur einnig skáld. Tökum til dæmis hugtakið ,,list- hneigð”. Það er óvenjulega víðtækt sálrænt hugtak, og mér vitanlega hefur það ekki bundizt neinni sérstakri persónugerv- ingu. Það munu allir sammála um, að hugtakið er milt, innilegt fremur en ákaft, og markast engum skörpum dráttum. Eftir að hafa kynnzt mynd Ásmundar, þrýtur mig algjörlega hugmynda- flug til að ímynda mér það öðruvísi en í persónugervingu konu. En það er ekki nóg. Hugtakið er tvíþætt, hneigð mannsins til listarinnar. Og hvað gæti túlkað hið almenna hugtak „list" bet- ur en þetta torsó, sem festir ekki augað við nein atriði sjálfs sín, minnir á fornlistina og leiðir fram í hugann listaverk almennt frekar en ákveðna mynd. Og yfir öllu verkinu hvílir sá mildi og innilegi blær sem einkennir hugtakið mest, að minnsta kosti í mínum huga. Mesta myndin frá þessu tímabili held ég þó að sé Móðir Jörð. Einnig þar er hugtak bundið í efni á snilldarlegan hátt. Það er stórbrotin myndstæða þungra drúpandi og snöggra rísandi forma. Maður sem hefur séð dýr hlynna nýfæddu afkvæmi sínu eða mennska móður sýsla við reifabarn, hlýtur að hrífast af þess- ari mynd við fyrstu sýn. Hún er þung í formum, en einmitt það eykur á viðkvæmnina og ástúðina sem hún túlkar. Myndhöggvara, sem skilur þjóðfélagshlutverk listarinnar, hlýtur að vera það kappsmál, að verk hans hafni ekki í híbýl- um einstakra manna, heldur komist fyrir augu alþjóðar. Án þess iakmarks væri til lítils að vinna frá menningarlegu sjónarmiði. Þess vegna hefur Ásmundur barizt við það í fjöldamörg ár að stækka myndir sínar og gera þær þannig úr garði, að þær þoli íslenzka veðráttu. Ókunnugum má þykja slíkt lítill vandi. En það kostar ótrúlegt erfiði, hreint þrekvirki einum manni, að taka smáa mynd og stækka hana upp í þriggja til fjögurra metra hæð í 'eitilharða steypu. Fæstir myndhöggvarar ráðast í slíkt nema því aðeins að myndin sé þegar keypt, og hafa því fjárþol til að láta menn vinna með sér eða annast verkið að öllu leyti. Af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.