Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 89

Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 89
BÓKMENNTIR 87 logaði í ljóðum Davíðs fyndi samsvör- un í brjóstum íslenzkrar æsku, enda tók hún þeim opnum huga og lagði þau sér að hjarta. En það var ekki aðeins æskan, sem veitti ljóðum þessum við- töku. Eldra fólkið hristi að vísu höf- uðið í fyrstu. En þrátt fyrir það taum- leysi, sem var í þessum ljóðum, var þó aldrei lengra farið en svo, að menn gátu ekki annað en hrifizt með af því æskufjöri og þeirri lífsólgu, sem birtist í þeim. Aður en Svartar fjaðrir komu út, hafði birzt í tímaritum nokkuð af kvæð- um eftir Davíð, og einnig höfðu skóla- bræður hans frægt hann mjög, sem verðandi þjóðskáld. Hann var mönn- um því eigi með öllu ókunnur er bókin kom út. Hann lifði mjög í heimi þjóð- sagna og ævintýra og það varð þegar 1 upphafi sterkur þáttur í skáldskap ^ans. I Ijóðum hans var nýr tónn og æsandi, en jafnframt andaði í þeim blær þjóðsagnanna, þau tengdu saman fortíð, nútíð og framtíð, í betri sam- svorun við hugarástand æskunnar en kvæði hinna eldri skálda. Annar þáttur í vinsældum ljóðanna var sá fagnaðarboðskapur ástarinnar, Sern í þeim birtist og er ríkur þáttur í skáldskap Davíðs. Ástin er heilagt vald öllu öðru æðra. Hún á að vera alfrjáls. Hennar á að njóta þegar hún býðst. Þetta er hin nýja lífsregla þessara tíma. Skáldið getur þó sjálft eigi al- gjörlega fylgt henni. Syndin er alltaf a næstu grösum, svo að hver ástarbik- ar er göróttur, eitri blandinn. Ástin er bundin í helsi syndarinnar. Þar býr °gn í hverju spori. Njóttu unaðar ástar- innar, en sáluhjálp þín er í veði. Sé betur að gætt kemur í ljós enn einn þattur í ljóðagerð Davíðs. Það er frelsisástin, andstæðan gegn allri frels- isskerðingu, sem gengur sem rauður þráður gegn um öll verk skáldsins. Þetta kemur vel í ljós í afstöðunni til ástarinnar, og þó betur í næstu bókum skáldsins. Ástin, sem samkvæmt boði tímans á að vera öllu æðri, vekur ótta við frelsisskerðingu. Hún getur bundið svo ekki verði leyst. En slíkir fjötrar eru skáldinu ekki að skapi. Þessi frjáls- ræðisþörf er svo mikil, að hún verður að eirðarleysi, tákn hinnar eirðarlausu og óstöðugu kynslóðar þeirra tíma, sem ekki vill láta bindast neinu. Hún vill njóta alls, reyna alt, en hvergi ánetj- ast. Reyndar kannar hún ekkert til fulls. Sífellt sér hún blasa við ný og ný verkefni, ný tækifæri, sem hún verður að grípa. Þess vegna verður hennar æðsta boðorð í raun og veru ótakmarkað frelsi. í annarri bók Davíðs, Kvæðum (1922), er komið á meira listrænt jafn- vægi. Kvæðin eru fastari í formi, brag- arhættirnir viðameiri og kvæðin yfir- leitt lengri. En hinir ljómandi töfrar, sem voru yfir kvæðunum í Svörtum fjöðrum, eru ekki eins áberandi og áð- ur. Davíð hafði fengið tækifæri til að ferðast utan og eru nokkur kvæðanna úr þeirri för. Greinilegt er að hann hef- ur þroskazt og lært á þessu ferðalagi. 1924 kemur svo næsta bók hans, Kveðjur. Hún er beint framhald af Kvæðum, en í þessum tveim bókum ber einna mest á kvæðum frá ferð hans til Suðurlanda. Enn hefur hann þrosk- azt og nú ber aftur meira á þeim eldi tilfinninganna, sem nokkuð virtist hafa fölskvazt í Kvæðum. Einnig hefur hann náð meira valdi á forminu og bygging kvæðanna er listrænni en fyrr. I Kveðj- um eru nokkur kvæði með hinum lausu og léttu bragarháttum, sem einkenndu Svartar fjaðrir og þar birtast m, a.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.