Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 91

Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 91
BÓKMENNTIR 89 því lífið sjálft skal hörpu mína stilla. (I dag kom voriö). Fjölbreytnin er mikil sem fyrr. Þar er t- d. hið merkilega Lofkvæði um kýrnar, hið hljóðláta ljóð Næturregn, Fjallasveinninn, óður til frjálsræðisins, svo fátt eitt sé nefnt. Eftir útkomu Að norðan varð 11 ára hlé þar til Ný kvæðabók kom út 1947. Þar er grecnjutónninn að mestu horf- inn aftur. Yfir þessari bók eru þó ekki sómu töfrar og áður fyrri. Kvæðin eru lengri en í fyrstu bókunum og hættirn- lr eru fonmbundnari og ekki eins leik- andi léttir. Þegar litið er yfir hinar sjö ljóðabæk- ur Davíðs Stefánssonar sést nærri ótrú- fjölbreytni yrkisefna og getur skáldið því vissulega sagt: Eftir langa útivist, eld frá mörgum sólum, kann ég skil á kóngi og þræl koti og höfuðbólum,----------- (Dóttir Narfa). Davíð Stefánsson hefur haft mikil ®^rif á bókmenntir samtíðarinnar. Hin yugrri skáld hafa mörg tekið hann sér 111 ^yrirmyndar að meira eða minna ieyti og laert mikið af honum. En það er þó fremur fyrir annað, sem íslenzk- ar menningarerfðir standa í mestri þakkarskuld við hann. Á hinum miklu UTiróta- og upplausnartímum eftir heimsstyrjöldina 1914—1918 var svo ornið að helzt leit út fyrir að aldagöm- u tengsl almennings við ljóðlistina ruyndu rofna. Þá kom Davíð Stefáns- ®°n fram með nýja og hljómmikla ljóða- orPu og náði tökum á hugum alls al- jnennings og brúaði þar með bilið milli lns ^°rna bókmenntaskóla alþýðunnar og hinnar óráðnu og ómótuðu fram- tíðar. Enda þótt Davíð Stefánsson ynni fljótt hylli þjóðarinnar sem ljóðskáld, lét hann sér ekki nægja ljóðformið eitt. Hann hefur, sem kunnugt er, sent frá sér stóra skáldsögu og nokkur leikrit. Fyrsta leikrit hans, Munkarnir á Möðruvöllum, birtist árið 1925. Þar deilir hann á hræsni klaustur- og munklífsins en dáir jafnframt hina sönnu, mannlegu ást. Leikritið ber þess merki að vera frumsmíð, en í því birt- ast þó ótvíræðir dramatískir hæfile’k- ar. Viðtökur þær, sem Munkarnir fengu munu ekki hafa örvað Davíð til að halda lengra á þessari braut að svo stöddu. Það er ekki fyrr en hálfum öðrum áratug síðar að nýtt leikrit kem- ur frá hans hendi, Gullna hliðið (1941). Þar tekur hann til meðferðar hina meistaralegu íslenzku þjóðsögu um sál- ina hans Jóns. Svo sem fyrr var nefnt hafði áhrifa þjóðsagnanna allmjög gætt á kveðskap Davíðs frá því að hann tók fyrst að yrkja. Hann þekkti því vel heim og hugblæ þjóðsagnanna, er hann tók að fást við hið nýja leikrit. 1 ljóða- bókinni 1 byggðum hafði birzt kvæði um þessa sömu þjóðsögu. Kvæðið er í léttum og skemmtilegum tón og má e. t. v. segja að það sé fyrstu drög til leikritsins, aðeins verið fyllt út og fág- að og slípað svo að úr verður merkilegt listaverk. Tök skáldsins á efni og formi eru langtum fastari og betri en í Munk- unum. Leikritið er ljóðrænt og í því lifir og hrærist andi þjóðsögunnar svo vel að vart mun nokkurt leikrit eiga dýpri og sannari rætur í íslenzkri þjóð- arsál. Mörgum rnun í fyrstu ekki hafa fundizt mikið til um efni leikritsins. Til þess var mönnum of kunn þjóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.