Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 95

Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 95
BÓKMENNTIR 93 En jafnan er hann bundinn trúnaði við hinn sögulegu veruleika, sem bók hans er spunnin úr. Hann varð að raun- þekkja sögu tímabilsins og mátti aldrei slá á falska nótu. Menningarsöguleg þekking hans varð að vera slík, að hann greindi aldrei neitt, sem fjar- stæðukennt var að því er varðaði þá öld, er hann túlkaði. Hann notar út í yztu æsar skáldaleyfi sitt til þess að ýkja, flúra, draga upphleyptar mynd- ir. Aðeins eitt var honum bannað: að Ijúga. Halldór Laxness mun án efa sverja af sér ,,sögulegar skáldsögur“. En Gerpla hans hefði aldrei verið skráð ef hann hefði ekki viðað að sér víð- tækri þekkingu á sögu víkingaaldar- innar. En hann er auk þess gæddur því skyni, sem enginn sagnfræðingur rná án vera : hæfileikanum til að kenna þef og lit hverrar aldar, skynja ,,the abstracts and brief chronicles of the time“, eins og Shakespeare sagði. óerpla er að hætti annarra skáldsagna Laxness: þar eru ýkjur, flúr, upp- hleyptar myndir. En hann segir alltaf satt. Á þeirri stundu sem Laxness hætt- lr að segja satt, hættir hann að vera skáld. III. A Islandi er lokið landnámi, bænd- ur hafa skipt landi með sér, ung kristni er að festa rætur, studd höfðmgjum, sem töldu sér meiri auðsæld og frama af Kristi, ,,vini kauprr,anna“, og móð- Ur hans, sem ,,er stjarna mikil far- ^önnunT*. Þetta er undir lok víkinga- aldar. Islenzkir víkingar eru horfnir f'ei'Ti, skipbrotsmenn sinnar samtíðar, e ausir flestir, jafnvel vopnlausir. Þeim VirSist ekki hafa haldizt á neinu nema ^egoinni — sögum þeim, er þeir voru einir til frásagnar um. Ungir vestfirzk- ir sveinar drekka í sig sögur víkinga við kné mæðra og fóstra. Hávar, faðir Þorgeirs, átti kylfu eina vopna, er hann kom úr víkingu. Aðeins einu sinn: virðist Þorgeir Hávarsson hafa efazt um sögur móður sinnar af afrekum föð- urins: hví átti hann eigi völ góðra vopna, slíkur garpur ? En Þórelfur móð- ir hans svarar því til, að ,,sverð hans fórst í hafi“. Með fáum en föstum dráttum dregur Laxness upp mynd af íslenzkri þjóð- menningu í upphafi 11. aldar, menn- ingu, sem enn er í deiglunni, en krist- inn dómur og heiðinn eiga með sér fyrstu fangbrögð. Enn svífur andi víkingaaldarinnar yfir vötnunum og ríkir í hugum hinnar ungu kynslóð- ar. Hinum snauðu víkingum, er skol- að hefur upp á strönd úti á Islandi þykir lítill vegur að því að draga fiska og snúast um beljurassa á móts við það að vega menn og afla sér frægðar. Skapgerð Þorgeirs Hávars- sonar mótast öll af uppeldi móður hans, hinni harðlyndu húsfreyju Há- vars víkings: „þannig urðu fáar ást- gjafar Þórelfar húsfreyju til handa syni sínum, utan hreystisögur af fornköpp- um og sigurlof konunga þeirra er gera framgjarna kotungssonu sér að vinum með örlæti og launa hjartaprýði með gildum baugum.“ Enn kenndi hún það syni sínum, að orð væru ,,til allra hluta fánýt nema þess lofs er byrjar konúng- um, sverði og orustu.“ Þegar Þorgeir fer tólf vetra gamall að Reykjahólum til Þorgísls frænda síns hefur hið einfalda og óbrotna sál- arlíf hans þegar verið steypt í það mót, sem hann losnaði eigi úr alla ævi síð- an. Að Reykjahólum er mikil búsum- sýsla. Hinir íslenzku bændahöfðingj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.