Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 102

Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 102
100 HELGAFELL pútur, og helltu yfir þá sjóðandi keytu, en aðrir menn stöktu á þá vellandi tjöru eða dældu á þá vatni úr ánni.“ En eftir ósigur víkinga fyrir alþýðu Lundúna gerir Aðalráður konungur þá að landvarnarmönum og skyldu ,,þeir heita varnarlið borgarinnar". Á Frakklandi var lénsskipulag í al- gleymingi, hver lénshöfðinginn annars fjandi. Hin pólitíska tvístrun lénsskipu- lagsins spornaði við þjóðlegri einingu landsins, því að lénshöfðingjar sendu heri hver í annars ríki. Höfundur Gerplu gerir um þetta þessa snjöllu sögulegu athugun: HÞó verður eigi barizt til þrautar, og bar þar einkum til að flestir menn í herflokkum kon- unga mægðust við í styrjöldum þess- um, þeir sem eigi voru náskyldir eða venslaðir áður: reistu menn bú á víxl í löndum þessum sem eitt væri, þótt konúngar kölluðu tvö. Og þá er kon- úngar lýstu ófriði milli landa af bólg- inni reiði, og boðuðu barsmíð, mann- dráp og réttlæti fyrir ástar sakir við Krist, en hetjur bitu á það ofan í skjaldarrendur, þá boðaði landsmúgur- inn samdrykkjur, hvíluneyti og barna- skírnir.“ í Gerplu teflir Laxness fram hinni nafnlausu bændaalþýðu gegn nafntog- uðum víkingum og herkonungum, er skáld og loftungur hafa rómað, hinni hljóðlátu önn manna, er með iðju sinni ófu vef sögunnar og tengdu saman tvístruð lénshéruð og lögðu grundvöll að þjóðríkjum, gegn rángjörnum niður- rifsmönnum. Þegar þessir menn berjast fyrir frelsi sínu gegn áþján hafa þeir þau ein vopna, er af viði eru ger, kylf- ur, hnyðjur, hnalla og klumbur. Vopn þeirra eru jafnvel vaxin upp úr þeirri mold, er þeir erja og rækta. Slíkur var vopnabúnaður Rúðubænda, er þeir ráku af höndum sér víkinga þá, er jarl- ar höfðu leigt til ,,að friða land“. Með þeim hætti gengu norskir bændur til víga, er þeir vörðu Noreg að Stiklar- stöðum fyrir Ólafi konungi og erlendu málaliði hans. ,,1 styrjöld munu þeir einir miður hafa er trúa stáli“, segir bóndi einn norskur við Þormóð skáld þegar hann haltrar um dali Noregs á fund Ólafs digra. Og þessi qjð eru boð- skapur Gerplu. í Gerplu er hinn vinnandi bóndi full- trúi þess félagslega siðgæðis, sem vex í jarðvegi friðarins. En við hlið bónd- anum stendur konan. Þegar Þórdís mær snýst til varnar sinni ungu ást, er Þorgeir sækir svarabróður sinn í loftið til hennar, velur hún honum nafn- giftina: Dauðamaður! Þegar Þorgeir liggur fárveikur víkingur af höggorms- biti í bóndakytrunni í Normandí, les nafnlaus kerling ein gömul honum pistilinn: ,,Hér vitjuðuð þér stranda um langar aldir norrænir menn, að eyða mannlífi og ræna mat, og þó að hér- landsmenn fylkti liði í móti yður og stökti yður á flótta, hófust þér jafnan upp aftur þá er foringjar yðrir höfðu safnað einum krepping laðrúna á nýja- leik að herja á oss. Og er örvænt þótti að af mundi taka plágu er oss var í heimsóknum yðrum, kom þar að for- mæður vorar tóku til sinna ráða. I stað þess að láta norrænum mönnum hald- ast uppi að brytja hér landsfólk urn aldur og ævi, þá gáfu sig margar ágæt- ar konur hérlendar og drógu þetta ill- þýði í sæing hjá sér og ólu því valska sonu, brugðu á það ráð jafnt óspjallað- ar bændadætur og tignarmeyjar sem portkonur og skækjur, svo og ekkjur þeirra bónda er norrænir menn höfðu felda: dofnaði svo morðfýst yður í örmum kvenna vorra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.