Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 114

Helgafell - 01.05.1953, Blaðsíða 114
112 HELGAFELL æskuást hef ég ekki lesið í hérlendum bókmenntum. Eiríkur Hreinn skrifar á einum stað í formálanum, að Gísli Brynjúlfsson hafi verið vansæll alla tíð, eftir að hann gerðist andstæðingur Jóns Sigurðssonar. Eftir að hafa lesið dag- bók hans og bréf, virðist tnér auðsætt, að hann hafi verið vansæll, allt frá þeirri stund er honum ungum var stíað frá Ástríði biskupsdóttur. Ljóðmæli Sveinbjarnar Egilssonar Onnur útgáfa — IVlál og menning 1952 Þann 17. dag ágústmánaðar 1952 voru 100 ár liðin frá dauða Sveinbjarn- ar Egilssonar. 1 tilefni þeirrar ártíðar hafa ljóðmæli Sveinbjarnar verið gef- in út að nýju. Snorri Hjartarson, skáld, hefur séð um útgáfuna og skrifað lát- lausan og viðfelldinn formála, en ljóð- mælunum fylgir að auk hin gremar- góða, hlýlega og heiðarlega ævisaga Sveinbjarnar, er rituð var af vini hans, Jóni Árnasyni, þjóðsagnasafnara. Ljóðasafn Sveinbjarnar Egilssonar er ekki ýkja mikið að vöxtum og ýmis- legt er þar, sem nútíma lesandi hefur litla nautn af, en ég hygg þó, að mörg- um, sem lesa ljóðmælin, muni verða það á næsta oft undir lestrinum, að segja við sjáfan sig: Nú þetta er þá eftir hann Sveinbjörn Egilsson. Það er nefnilega ýmislegt í þessari ljóðabók, sem hefur komizt það, sem kveðskap- ur getur lengst ko’mizt, að verða ano- nym alþjóðareign. Indælli barnavísur en Komdu hérna krílið mitt, Eitthvað tvennt á hné ég hef, og aðrar þær vísur, er Sveinbjörn orti til dætra sinna, hafa ekki verið ortar á okkar tungu; þetta eru gimsteinar, þó smáir séu, tærir og hreinir eins og augu lítilla barna. Og fá veit ég drykkjukvæði þekkilegri en það kvæði Sveinbjarnar, er svo endar: Roðna kinnar, kætist sinni kvikar brá, mikinn finn ég fögnuð þá. Gef ég minni guðfræðinni geðugt kjaftinn á inter pocúlá. Ljóðaþýðingar Sveinbjarnar úr klass- ísku málunum eru margar ágætar, þótt ekki komist þær heildarlega séð til jafns við snilldarþýðingar hans á prósa. Er illt til þess að vita, að engir skuli nú uppi á meðal vor, sem leggja stund á þýðingu grískra gullaldarbókmennta, því að vanþekking okkar á þessum bókmenntum er hrópleg. Sveinbjörn þýddi einnig úr öðrum málum. Þýðing hans á kvæði eftir Fr. Paludan-Mueller byrjar svo: Þoka er í dölum, dögg á grasi, vestanblær í viði; mjúkt sá andar unz máttfarinn deyr í dimmri nótt. Er ekki sem maður heyri lærisvein- inn, ..listaskáldið góða“, í þessum klið- mjúku ljóðlínum ? Utgefandi ljóðmæla Sveinbjarnar er Mál og menning. Fer vel á því, að for- lag með slíku nafni gefi út verk Svein- bjarnar Egilssonar. Ef tákna ætti með tveimur orðum hans afburða mikla og giftudrjúga ævistarf, yrðu það orðin: mál og menning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.