Kjarninn - 19.06.2014, Síða 26

Kjarninn - 19.06.2014, Síða 26
06/11 viðtal tortryggni milli fólks. Að stilla hluta samfélagsins upp sem einhvers konar óvini eða láta að því liggja. Það finnst mér að Framsóknarflokkurinn verði að skýra. Hvar hann stendur í þessum málum. Framsóknarflokkurinn er líka í ríkisstjórn og það skiptir mjög miklu máli að fá þetta á hreint.“ Húsnæðismarkaðurinn er þensluhvetjandi Stærsta kosningaloforð Samfylkingarinnar í aðdraganda síðustu kosninga var að byggja 2.500-3.000 leigu- og búsetu- réttaríbúðir í höfuðborginni. Ekki eru allir á þeirri skoðun að hið opinbera eigi að koma að slíkum framkvæmdum. Auk þess virðist vera að skapast mikið þensluástand í íslenska hagkerfinu vegna stórframkvæmda og það er ekki beint eftir hagfræðibókinni að auka opinberar framkvæmdir á slíkum tímum. Það gæti virkað sem olía á eld. Dagur segir stöðuna á húsnæðismarkaði í Reykjavík hins vegar vera þensluhvetjandi í sjálfri sér. „Það að fasteigna- verð sé að fara upp fer inn í verðbólguna og eykur þenslu. Hins vegar þarf auðvitað líka að læra af sögunni og horfa á heildina þegar verið er að horfa á framkvæmdir, en ég held

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.