Kjarninn - 19.06.2014, Page 53
03/03 pistill
sjónvarpsþátt um það. Þess í stað eru fjölmiðlar yfirfullir af
umfjöllun um frábæra fólkið sem virðist vera algerlega laust
við hversdagslegt áreiti og getur bara þess í stað eytt tíma
sínum í að elda góðan og framandi hollustumat, stunda jóga,
pæla í hönnun og hreyfa sig.
Þetta er eins og að horfa á fólk úr öðrum heimi. Það
gengur og hjólar mikið, því það er óspennandi og gamaldags
að vera háður bíl. Ég myndi ekki geta gert neitt yfir daginn
ef ég hefði ekki bíl. Frábæra fólkið leggur sér eingöngu til
munns lífrænar og hollar matvörur, helst eitthvað sem það
ræktar sjálft. Ég hef ca. 20 mínútur á dag til að versla og má
helst engan tíma missa í að velja og pæla í
vörum. Frábæra fólkið hefur tekið íbúðina
sína í gegn oft og mörgum sinnum, því
það er svo niðurdrepandi þegar umhverfið
heima fyrir er ekki hvetjandi. Þar er aldrei
ósaman brotinn þvottur eða grátandi börn.
Þetta horfum við hin á í lífsstílsþáttunum
og lesum um í blöðunum og reynum svo að
aðlaga líf okkar.
Organdi börn í lífsstílsþætti
Ég hefði gaman af því að sjá lífsstílsþátt þar sem væri tekið
hús á fimm manna fjölskyldu í brimrótinu um kvöldmatar-
leytið. Leikföng og dót úti um allt á gólfinu, leirtauið meira
og minna óhreint í eldhúsinu og þáttastjórnandinn yrði að
koma sér fyrir á milli þvottastaflanna í sófanum. Foreldrarn-
ir andvarpandi á milli organna í börnunum og unglingurinn
á heimilinu myndi skella hurðum nokkrum sinnum af því að
pabbi og mamma skilja hann ekki.
Kannski fengi þetta ekki mikið áhorf og líklegt er að
styrktaraðilar myndu halda að sér höndum. En er ekki alveg
óþarft að fela það hvernig við lifum í raun og veru?
„Ég hefði gaman af
því að sjá lífsstíls-
þátt þar sem væri
tekið hús á fimm
manna fjölskyldu
í brimrótinu um
kvöldmatarleytið. “