Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 17

Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 17
13/16 DómsmáL gæsluvarðhalds beiðni yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrr- verandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, í maí 2010, segir að „tilgangur viðskiptanna hafi verið sá að flytja áhættuna af fallandi verðgildi skuldabréfanna af eigendum þeirra og yfir á Kaupþing á Íslandi“. Gögn benda auk þess til þess að Lindsor hafi keypt skuldabréfin á mun hærra verði en markaðsverði. Þegar Kaupþing féll þremur dögum eftir kaupin á bréf- unum var ljóst að Lindsor gat ekki greitt lánið til baka, enda eina eign félagsins verðlitlu skuldabréfin sem félagið hafði keypt á yfirverði þremur dögum áður. Engar tryggingar voru veittar fyrir láninu og tap kröfuhafa Kaupþings vegna þess var því gríðarlegt. Þeir sem seldu bréfin losuðu sig hins vegar undan ábyrgðum og tryggðu sér sömuleiðis marga milljarða króna í gróða. Og gróðinn var í evrum þannig að hann marg- faldaðist í íslenskum krónum þegar íslenska krónan féll. EignuM SEM SkiLuðu tapi var koMið fyrir í otriS og fErradiS Otris S.A. var stofnað af starfsmanni Búnaðarbank- ans til að kaupa hlutabréf í bankanum sjálfum í janúar 2002. Bréfin átti að nota til að mæta kaup- réttarsamningum sem gerðir höfðu verið við lykil- stjórnendur bankans. Þeir áttu síðan að innleysast árið 2004. Áður en kom að þeirri dagsetningu hafði margt gerst sem breytti stöðu mála. Lykilstarfs- menn bankans höfðu flutt sig yfir til Landsbankans í kjölfar einkavæðingar og þegar kom að því að selja bréfin í september 2004 voru þeir sem áttu að innleysa kaupréttina að mestu farnir. Í staðinn voru komnir stjórnendur Kaupþings, sem hafði samein- ast Búnaðarbankanum í millitíðinni. Bréfin voru seld með miklum hagnaði. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaup- þings, var spurð um það við skýrslutöku hjá rann- sóknarnefnd Alþingis hvað hefði orðið um þennan hagnað: hvort hann hefði verið látinn sitja eftir í Otris, og öðru félagi sem var notað í sama tilgangi og hét Ferradis, eða hvort hann hefði verið fluttur heim í móðurbankann. Hún svaraði: „Ég veit...það er ekki komið heim...ég er viss um það.“ Árið 2007 virðist Otris hafa risið úr dvala. Vafn- ingar sem Kaupþing hafði keypt og voru farnir að tapa miklu fé voru þá seldir þangað inn. Kaupþing lánaði Otris, og Ferradis, fé til að kaupa vafningana. Með þessum hætti gátu stjórnendur Kaupþings falið slæma fjárfestingu í aflands félögum sem þeir sjálfir stjórnuðu. Þeir lánuðu síðan aflandsfélögunum tveimur fé almenningshlutafélagsins Kaupþings til að kaupa ónýtu eignirnar af sér. Með þessum snúningi gat bankinn ekki bara falið tapið heldur einnig skráð lán til eigin félags sem eign í ársreikn- ingi sínum. Alls skulduðu félögin tvö Kaupþingi 28,5 milljarða króna í upphafi árs 2008. Otris var skráður eigandi Lindsor Holdings Corpor ation, sem fékk 26,5 milljarða króna lánaða frá Kaupþingi 6. október 2008, eða jafnvel síðar, til að kaupa skuldabréf bankans sem þá var annað- hvort fallinn eða alveg við það að falla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.