Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 33

Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 33
25/29 nýsköpun h eimsmeistaramót FIFA í Brasilíu trekkir að 3,7 milljónir ferðamenn þetta árið. Flestir þeirra gista á hótelherbergjum eða gistiheimilum eins og við má búast. Einn af hverjum fimm hefur hins vegar kosið að hreiðra um sig í íbúðum heimafólks. Brasilíumenn eru þekktir fyrir hlýlegt viðmót en svo er ekki að gistiplássin standi fólki til boða án endurgjalds. Plássin voru öll auglýst til leigu á vefsíðunni Airbnb. Deilihagkerfið Airbnb er eitt þeirra fyrirtækja sem kenna sig við deili- hagkerfið (e. sharing economy). Fjárfestar binda vonir við að deilihagkerfið ryðji sér til rúms og að með rafrænum markaðs torgum megi auka nýtni, sem skili sér til neytenda í hagkvæmni og fjölbreyttari framboði. Vaxtarmöguleikar þessara sprota eru miklir, þar sem framboð og eftirspurn á vörum og þjónustu er mætt af notendum síðunnar en ekki virðiskeðju fyrirtækisins. Fjárfesting og eign þessara félaga er mæld í notenda- fjölda og virkni fremur en afkastagetu verksmiðja og fjölda sölustaða. Airbnb lauk nýverið fjármögnun þar sem fyrirtækið var metið á 10 millj- arða dollara. Verðmatið þótti mörgum merki um bólumyndun í nýsköpunar- fjárfestingu líka þeirri sem sprakk um aldamótin. Fyrirtækið var stofnað fyrir aðeins sex árum með einfalda hugmynd um að tengja saman ferðalanga og eigendur svefnsófa. Í dag er eigendum fasteigna gert kleift að leysa úr læðingi falið virði eigna sinna og hámarka nýtni með því að leigja pláss til fólks, hvort sem um ræðir aukaherbergi, tréhús úti í garði eða heilu sveitavillurnar með sundlaugum og det hele. Með einfaldri leit á vefsíðu Airbnb má sjá að hundruð manns hér á landi drýgja tekjur sínar með þessum hætti yfir sumarmánuðina. nýsköpun Jökull Sólberg Auðunsson L@jokull „Skoðanakannanir benda til þess að enn örli á íhaldssemi í fólki, þ.e. að fæstir vænti þess að drýgja tekjur af því að finna fleirum not á eigum sínum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.