Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 61

Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 61
03/04 pistiLL Hins vegar hafa þessi áhrif dalað mjög hratt á undanförnum áratugum, bæði vegna þess hve samgöngur hafa batnað og vegna þess að leikmenn landsliða spila oftar en ekki fjarri heimahögunum og þurfa því að ferðast jafnlangt og hver annar til þess að komast á mótið. Í dag telur Silverman að áhrif þessa séu lítil sem engin – þótt þeir Anderson og Sally hafi reyndar komist að því að liðum gangi örlítið verr eftir því sem menningarmunur gestgjafans og heimalandsins er meiri. Dómararnir geta skipt sköpum Þriðja kenningin, sem á sífellt meira fylgi að fagna meðal fræðimanna, er sú að dómarar láti ómeð- vitað undan látunum í áhorfendum þegar þeir neyðast til þess að taka ákvörðun á augnabliki og hygli þannig heimaliðinu – með öðrum orðum sé heimadómgæsla stærsti kosturinn við að leika á heimavelli. Það gæti t.d. útskýrt af hverju heimavallar- áhrifin eru mun sterkari í fótbolta, þar sem ákvörðun dómarans er líklegri til að hafa úrslitaáhrif á gang leiksins, en í nokkurri annarri hópíþrótt. Þetta er hins vegar kenning sem er erfitt að sanna, því það er erfitt að mæla hvort dómgæsla er hlut- laus eða ekki. Til dæmis liggur ljóst fyrir að dómarar í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeild Evrópu, Bundesligunni og víð- ar eru líklegri til dæma víti á útilið og spjalda þau jafnframt oftar en heimalið. En hvernig getum við útilokað að lið leiki ekki einfaldlega grófari bolta á útivelli en á heimavelli og því hafi þessi spjaldagleði dómaranna ekkert með hlutdrægni eða hlutleysi að gera? Þýski vinnumarkaðshagfræðingurinn Thomas Dohmen fann snilldarlega lausn á þessum mælingarvanda. Ein breyta öðrum fremur ætti nefnilega ekki að litast af mismunandi framkomu liðanna en er hins vegar alfarið í höndum dómarans; nefnilega uppbótartími. Hann komst að því að dómarar í þýsku deildinni væru að jafnaði líklegri til þess „En hver ætli sé eiginlega skýr- ingin á þessum heimavallaráhrifum á heimsmeistara- mótinu?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.