Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 65

Kjarninn - 26.06.2014, Blaðsíða 65
02/11 íþróttir ekki bara knattspyrna. Klukkan er nýorðin átta að morgni en úti er nálægt 30 gráðu hiti og hvítir sólargeislar streyma inn í gegnum eina gluggann á stofunni. Drengirnir eru allir klæddir í bláan og gráan Adidas-fatnað. Þeir eru með svipað- ar töskur og með svipaðar klippingar. Það sér enginn á þeim hver þeirra fékk áður þrjár máltíðir á dag og hver þeirra fékk bara eina. Ousseynou skrifar niður textann sem Niane skrifaði upp á töflu í stílabók með myndum af senegölskum knattspyrnu- hetjum framan á. Hann gerir það eins hratt og hann getur og með fallegri tengiskrift: „Þetta er falleg íbúð...“. Við hliðina á honum situr Ousmane Diaw. Hann er þegar búinn og sýnir kennaranum, sem hann kallar bara Sir, stílabókina sína. „Sjáðu hérna, Sir, sjáðu!“ „Flott, Ousmane,“ segir Niane og blikkar hann yfir kringlótt gleraugun. Draumurinn um evrópu Í Senegal spila allir knattspyrnu, alls staðar. Á alls kyns undirlagi. Án eða í skóm. Með eða án bolta með lofti í. Alla dreymir um það sama: að spila knattspyrnu í Evrópu. Að geta klætt sig í ekta Barcelona-búning – ekki gervitreyju sem er götótt og skítug. Að geta spilað á grasvelli, ekki sandvelli sem liggur í halla. Og þá dreymir auðvitað um peninga. Næga peninga til að sjá fyrir allri fjölskyldunni. Nemendurnir átta sem sitja í enskutímanum hjá Niang hafa allir fengið einstakt tækifæri upp í hendurnar. Ásamt tíu öðrum drengjum var þeim í fyrra boðið pláss í knattspyrnuakademíu og heimavistarskóla Diambars, í samkeppni við börn hvaðanæva í Senegal. Þeir sem eru með mestu knattspyrnuhæfileikana eru valdir óháð því hvaða guð þeir trúa á, hversu mikla peninga foreldrar þeirra eiga eða hvort þeir hafa nokkru sinni komið áður inn í kennslustofu. Hér fá þeir menntun og metnaðarfullt knattspyrnuuppeldi. Og þetta er allt frítt. Það er vandamál í Senegal að drengir hætta í skóla til að leggja allt undir við að ná árangri í knattspyrnu. Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.