Kjarninn - 10.07.2014, Blaðsíða 10

Kjarninn - 10.07.2014, Blaðsíða 10
efnahagsmál Þórður Snær Júlíusson L@thordursnaer 08/13 efnahagsmál Þ að hefur vart farið framhjá neinum að nú er tekist á fyrir dómstólum um lögmæti verð- tryggingar. Leitað hefur verið til EFTA-dómstóls- ins vegna málanna og búist er við því að hann svari nokkrum spurningum vegna þeirra innan skamms. Fjölmargar fréttir hafa verið sagðar af þessu og flestir Íslendingar virðast hafa sterkar skoðanir á blessaðri verðtryggingunni og afleiðingum hennar. Málið er auðvitað flókið og gæri leitt til margra mögu- legra niðurstaðna. En það er líka líkast til eitt það mikil- vægasta sem Íslendingar standa frammi fyrir vegna þess að niðurstaða þess getur gjörbreytt íslenskri tilveru. Það getur látið skuldir einstaklinga hverfa og það getur sett ríkissjóð því sem næst á hausinn. Það getur líka eyðilagt íslenska lífeyrissjóðakerfið. tvö mál og sex spurningar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað tveimur málum til EFTA-dómstólsins er varða verðtryggingu. Fyrra málið, sem var tekið fyrir í apríl 2014, snýst um hvort verðtryggingin sé ósanngjarn samningsskilmáli í skilningi tilskipunar sem innleidd var í íslenska löggjöf frá Evrópu- sambandinu. Í því máli beindi héraðsdómur fimm spurningum til EFTA-dómstólsins og óskaði eftir ráðgefandi áliti. Innan stjórnkerfisins og lögmanna- stéttarinnar virðist það vera nokkuð almenn skoðun að það sé ólíklegt að EFTA-dómstóllinn muni segja í áliti sínu að verðtryggingin sé ósanngjörn sem samnings skilmáli. Þar er vísað í að samkvæmt dóma- framkvæmd Evrópudómstólsins geti samningsskilmáli sem eigi sér stoð í landsrétti ekki verið ósanngjarn í eðli sínu. Og verðtrygging á sér sannarlega stoð í íslenskum landsrétti. Annar möguleiki er að EFTA-dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að þar sem verðtrygging sé lögbundin falli hún ekki innan tilskipunar. „Þessi breyting veldur mála- rekstri íslenska ríkisins töluverðum erfiðleikum, enda er breytingin í and- stöðu við málarök og hags- muni íslenska ríkisins. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.