Kjarninn - 10.07.2014, Blaðsíða 13

Kjarninn - 10.07.2014, Blaðsíða 13
10/13 efnahagsmál Þessi tilskipun var innleidd í íslensk lög árið 1994 og árið 2004 voru fasteignalán felld undir hana. Þeir sem sækja málið vilja meina að frá þeim tíma hefði raunkostnaður vegna verðtryggingar átt að koma fram í hlutfallstölunni sem kynnt var lántakendum, en ekki að það yrði einungis miðað við að verðbólgan sé núll prósent. Bæði Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa tekið undir þessa röksemdafærslu. Rökin fyrir því að miða við enga verðbólgu við útreikning á kostnað lána eru þau að þannig sé staðan skýrust. Verðbólga er þekkt fyrirbrigði á Íslandi og hún hefur sveiflast mikið í gegnum tíðina. Þeir sem hafa þessa skoðun segja þannig ómögulegt að spá fyrir um hana og betra sé að gera lán takanda einfaldlega grein fyrir því að verðbólga muni hafa áhrif á lánið, í stað þess að giska á hver hún verður á láns tímanum. Eðli verðtryggingar er auk þess þannig að laun og virði húsnæðis hækkar iðulega samhliða skuldum yfir lengri tíma vegna verð- bólgu. Því sýni 0 prósent réttustu stöðuna. Þetta eru á meðal röksemda lögmanna íslenska ríkisins í málinu. ríkið í andstöðu við sjálft sig Lögum um neytendalán var breytt á Íslandi í fyrra. Sam- kvæmt nýju lögunum á hlutfallslegur kostnaður verð- tryggðra lána ekki að miða lengur við núll prósent heldur ársverðbólgu síðustu 12 mánuði. Þessi breyting veldur málarekstri íslenska ríkisins töluverðum erfiðleikum, enda er breytingin í andstöðu við málarök og hagsmuni íslenska ríkisins. Millifærslan verður frádráttarbær Í haust verður byrjað að greiða út allt að 80 milljarða króna til afmarkaðs hóps sem fellur innan skil- greiningar ríkisstjórnarinnar á því að hafa orðið fyrir forsendubresti vegna hækkandi verðbólgu frá byrjun árs 2008 og fram til loka árs 2009. Samkvæmt þessari leið munu þau íslensku heimili sem fá skuldaniðurfellingu fá allt að fjórar milljónir króna hvert inn á höfuðstól lána sinna og fá þá upphæð greidda á næstu fjórum árum. Ef verðtrygging verður dæmd ólögmæt munu þau heimili sem fá þessa niðurfærslu ekki vera búin að fyrirgera rétti sínum til að fá enn meira. Því mætti líta svo á að hinar pólitískt ákveðnu skulda- leiðréttingar handa afmörkuðum hópi, sem gengur líka undir nafninu „millifærslan“, verði frádráttar- bær frá niðurfellingu verðtryggingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.