Kjarninn - 10.07.2014, Blaðsíða 21

Kjarninn - 10.07.2014, Blaðsíða 21
16/17 viðsKipti fyrirtæki hér á landi og að hann eigi, ef allt er eðlilegt, að leiða til þess að vöruverð lækki. „Við höfum verið að berjast fyrir því að vörugjöld séu einnig skoðuð sérstaklega, lækkuð og endurskoðuð. Efnahags- og fjármálaráðherra hefur sýnt áhuga á þessum málum og vonandi líður ekki langur tími þar til vörugjöldin hafa einnig verið lækkuð, til hagsbóta fyrir neytendur,“ segir Andrés. Hann segir að erfitt sé að greina nákvæmlega hver áhrifin af samningnum við Kína verða, en óumdeilt sé að mikil tæki- færi geti falist í honum fyrir íslenska neytendur. „Vonandi styrkir þessi samningur íslenskt atvinnulíf til framtíðar litið,“ segir Andrés. Dæmi um mikil áhrif samningins er að tollur á fatnað frá Kína, um 15 prósent, fellur niður. Þannig ætti verð á fatnaði að lækka hratt, með tilheyrandi áhrifum á vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggðar skuldbindingar. tenging við ört stækkandi markað Kína er fjölmennasta ríki heims með um 1,4 milljarða íbúa, en efnahagslegur uppgangur í landinu undanfarin 20 ár hefur ekki síst falist í hröðum innri breytingum, stækkandi milli- stétt. Hún eyðir meiri peningum í almenna neyslu en talið er að henni tilheyri um 400 milljónir íbúa í dag. Til framtíðar litið eru tækifærin ekki síst bundin við gríðarlega hraðan upprunareglurnar skipta sköpuM í saMningnuM Dagný Jónsdóttir, sem útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík í vor, fjallaði í lokaverkefni sínu um fríverslunarsamning Íslands og Kína, og lagaleg álitaefni er varða viðskipti. Dagný segir samninginn vera umfangsmikinn og að hann geti lagt grunninn að efldum viðskiptum milli landanna. Upprunareglurnar sem samningurinn byggi á séu mikilvægar. Hvaða áhrif hefur fríverslunarsamningurinn á framleiðslu á vörum? „Upprunareglurnar segja til um hvenær vara er upprunin á Íslandi eða í Kína, en aðeins vörur sem eru þar upprunnar eiga undir samninginn. Það fer eftir hverri vöru fyrir sig hvaða reglur gilda. Mikill meirihluti af framleiðsluvörum samkvæmt fríverslunarsamningnum fellur t.d. undir 40% eða 50% regluna, sem þýðir að íslenskt eða kínverskt hráefni þarf aðeins að vera 40 eða 50% til þess að teljast íslensk eða kínversk upprunavara við inn- eða útflutning til Íslands eða Kína. Þessi regla veitir svigrúm til blöndunar á hráefnum frá þriðju löndum sem flutt eru til framleiðslu t.d. á Íslandi, sem yrðu þá seld til Kína sem íslensk uppruna- vara og myndu því falla undir samninginn og vera tollfrjáls vara.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.