Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 38

Kjarninn - 17.07.2014, Blaðsíða 38
04/06 3 napóleón bonaparte – 24. desember 1800 Það munaði minnstu að eitt stærsta nafn mannkynssögunnar hefði verið þurrkað út á aðfangadag jóla árið 1800. Napóleón hafði nýlega tekið völdin í Frakklandi eftir róstusaman tíma frönsku byltingar- innar. Hann var á leið í hestvagni frá heimili sínu í Tuileries-höll að Óperu- húsinu þegar mikil sprenging varð rétt fyrir aftan vagninn. Vopnið var kallað machine infernale, þ.e. tunna fyllt með byssupúðri, byssukúlum og ýmiss konar eldfimum efnum og vafin járnrörum. Það varð Napóleon til lífs að tímasetning tilræðismannanna mistókst en fjölmargir saklausir vegfarendur létust eða slös- uðust í sprengingunni. Fyrst lék grunur á að róttækir Jakobínar hefðu staðið að tilræðinu en fljótt kom í ljós að sjö konungssinnar voru ábyrgir. Napóleón notfærði sér þó atvikið til að ná sér niðri á Jakobínum, lét taka fjóra af lífi og rak um 130 úr landi. Sumir af hinum raunverulegu tilræðismönnum náðust þó og voru teknir af lífi. Napóleón nýtti sér þá miklu samúð og vinsældir sem hann hlaut af tilræðinu til hins ýtrasta. ef það hefði tekist... Valdabaráttan eftir byltinguna hefði haldið áfram með tilheyrandi blóðbaði og jafnvel borgarastyrjöld. Hverjir hefðu orðið ofan á er ómögulegt að segja til um, Jakobínar, Gírondínar, konungssinnar eða jafnvel herinn. Napóleónsstyrjaldirnar sem einkenndu upphaf 19. aldar hefðu vitaskuld aldrei orðið. Þetta voru stríð sem kostuðu á bilinu 3-6 milljón manns lífið og breyttu algerlega hinu pólitíska landslagi í Evrópu. Óvíst er hvort eða hvenær hinar miklu laga- og félagsumbætur Napóleóns hefðu komið til, svo sem afnám léns- kerfis, trúfrelsi og fleira sem hann kom til framkvæmda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.