Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 4

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 4
02/03 lEiðaRi til þess að staldra við og velta því upp, hvort þetta sé skyn- samleg þróun og hvort það geti verið að launahækkanirnar séu innistæðulausar þegar málið er skoðað frá öllum hliðum. Bankaþjónusta á Íslandi er úr takti við alþjóðalega fjármálamarkaði eftir hrunið, eða því sem næst. Íslenskir bankar, þeir endurreistu, hafa stigið hænuskref inn á alþjóðlega lánamarkaði og eru fyrst og fremst byggðir upp á grunni innlána frá almenningi á Íslandi, einstaklingum og fyrir tækjum. Hlutabréfa- og skuldabréfamarkaðir hafa verið að rísa úr rústum hrunsins og hefur umtalsverður árangur náðst á skömmum tíma við að glæða þessa markaði lífi, svo þeir geti þjónustað íslenskt atvinnulíf og almenning. Það sem síðan er mest einkennandi fyrir íslenskan fjármála- markað, þegar hann er borinn saman við fjármálamarkaði annars staðar, er að hann er nær allur í örmyntinni íslenskri krónu, innan víðtækra fjármagnshafta. Ekki nein samkeppni Þessar séríslensku aðstæður gera algengustu röksemdina sem bankamenn nota til að réttlæta himinhá laun afar máttlitla. Hún er sú að fjármálamarkaðir landa heimsins séu samofnir og því þurfi fjármálafyrirtæki að vera hluti af alþjóðlegri launaþróun þar sem öll vötn renna til lokum til Wall Street í New York, City í London og víðlíka svæða þar sem stærstu fjármálafyrirtæki heimsins eru með starfsemi. Samkeppnishæfnisrökin eru veik af þessum fyrrnefndu sökum, svo ekki sé meira sagt. Íslenskur fjármálamarkaður er í dag innilokaður í fjármagnshöftum og byggir tilveru sína að mestu á því að íslenskur almenningur getur ekkert annað gert en að vera með reikninga hjá hinum nýendurreistu íslensku bönkum. Auk þess er í gildi yfirlýsing um opinbera ábyrgð á innlánum, það er ríkisábyrgð á innlánunum, skuldum fjármálafyrirtækjanna. Í skjóli þessarar yfirlýsingar er allur fjármálageirinn á Íslandi, jafnvel þó það virðist augljóst öllum að hún er frekar haldlítil. „Samkeppnis- hæfnisrökin eru veik af þessum fyrrnefndu sökum, svo ekki sé meira sagt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.