Kjarninn - 31.07.2014, Síða 10

Kjarninn - 31.07.2014, Síða 10
03/09 nEytEnduR eldsneytissala, 95 talsins. Sem sagt, ein vínbúð á hverjar tvær eldsneytisafgreiðslur N1. Bónus, stærsti söluaðili matvöru á landinu, rekur 29 verslanir um land allt. Það eru 19 færri en vínbúðir ÁTVR. Vínbúðunum hefur ekki bara fjölgað, þær hafa aukið þjónustu sína verulega, meðal annars með því að vera opnar miklu oftar og lengur en áður var. Margar þeirra eru nú opnar til 20:00 á virkum dögum og til klukkan 18:00 á laugar- dögum. Aðgengi hefur því aukist gríðarlega á undanförnum árum og áratugum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að sérstaklega sé tekið fram í lögum um verslun með áfengi og tóbak frá árinu 2011 að eitt þriggja markmiða laganna sé að „takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu“. Mikið vöruúrval ÁTVR býður upp á yfir 2.000 vörutegundir. Um helmingur af áfengisveltu fyrirtækis- ins er vegna bjórsölu, sem er að mestu framleiddur innanlands.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.