Kjarninn - 31.07.2014, Qupperneq 12

Kjarninn - 31.07.2014, Qupperneq 12
05/09 nEytEnduR BjórBannið reyndist ekki það Böl seM þingMenn Boðuðu Fram til ársins 1989 var bannað að kaupa bjór á Íslandi. Þegar frumvarp um að afnema það bann var lagt fram á Alþingi komu fram mörg sömu rök og sett eru fram í umræðunum í dag, þegar rætt er um að færa verslun með bjór og léttvín inn í matvöruversl- anir. Í BA-ritgerð Guðjóns Ólafssonar í félags- og fjöl- miðlafræði frá árinu 2012, sem ber nafnið „Baráttan um bjórinn“, er fjallað ítarlega um afnám bjórbanns- ins og afleiðingar þess. Fullir í vinnunni Þar er meðal annars vitnað í ræður þingmanna þess tíma. Einn þeirra sem var mjög á móti afléttingu bjór- bannsins var Steingrímur J. Sigfússon, þá þingmaður Alþýðubandalagsins en nú þingmaður Vinstri grænna. Hann flutti ræðu í neðri deild þingsins árið 1988. Í henni sagði: „Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega létt- ara ölið, getið orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefn- anna, t.d. fyrir unglingana, geti leitt til þess að aldur áfengisneyslunnar færist niður og þetta verði svo lágur þröskuldur að stíga yfir að mati gæslumanna, foreldranna og annarra slíkra aðila, að á því verði ekki tekið jafnalvarlega og ef um aðrar tegundir vímugjafa, sterkara áfengi, væri að ræða“. Geir Gunnarsson, samflokksmaður Steingríms, sagði í sömu umræðum að hann teldi „einnig að þau gögn, sem fyrir liggja, bendi jafnframt til þess að sú viðbótarneysla gæti komið fram í aukinni hvers- dagsdrykkju, jafnvel vinnustaðadrykkju í einhverjum mæli“. Bjór í staðinn fyrir kaffi Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, þáverandi þingkona Borgaraflokksins, óttaðist að bjór kæmi í stað kaffidrykkju. Í ræðu hennar sagði: „Ég er viss um að bjórinn verður ákaflega mikill peningaþjófur því að þegar hann verður leyfður, eða ef hann verður leyfður, verður keppst við að hafa hann í ísskápnum. Þá verður boðinn bjór í staðinn fyrir kaffi. Við erum orðin allt of fínt fólk til að vera að bjóða þennan gamla þjóðar- drykk okkar. Það verður boðinn bjór í staðinn fyrir kaffi. Og hann verður miklu, miklu meiri freisting fyrir unglingana, mér liggur við að segja börnin, en sterka vínið þó að það geti verið nógu slæmt á heimilum“. Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubanda- lagsins, var mikil talskona þess að bjórinn yrði leyfður. Í ræðu hennar sagði meðal annars: „Heildarneysla áfengis segir nákvæmlega ekki neitt um drykkjusiði þjóðarinnar. Þeir verða ekki í lagi fyrr en þjóðinni hefur lærst að fara með áfenga drykki eins og siðað fólk. Von okkar sem teljum æskilegra að fólk neyti léttra áfengra drykkja en sterkra er sú að einn góðan veðurdag renni upp sú stund að það verði heldur litið niður á fólk sem sést á almannafæri áberandi drukkið. Það eru nefnilega engir mannasiðir.“ Síðar í umræðunni sagði Guðrún: „Sú er óbifan- lega skoðun mín að gott og heilbrigt þjóðfélag eigi að byggjast á því að sérhver heilbrigður einstak lingur beri ábyrgð á eigin lífi, að hann verði að axla þá ábyrgð að velja og hafna. Þann bikar hvorki vil ég né tel rétt að taka frá öðru fólki“. dró verulega úr ölvunarakstri Segja má að efasemdarfólkið sem vildi ekki sjá bjórinn leyfðan hafi að einhverju leyti haft rétt fyrir sér, en að mörgu leyti mjög rangt. Neysla áfengis hefur vissulega aukist töluvert eftir að bjórinn var leyfður en neysla á sterku áfengi hefur að sama skapi dregist saman. Fólk virðist því drekka meira en minna einvörðungu til þess að verða mjög ölvað. Í ritgerð Guðjóns er vitnað í rannsókn Þórodds Bjarnasonar frá árinu 2007 um neyslu 15 og 16 ára ungmenna sem sýndi að marktækt hefði dregið úr unglingadrykkju á milli áranna 1995 og 2007. Íslenskir unglingar drekka auk þess sjaldnar áfengi en jafnaldrar þeirra í Evrópu. Guðjón fjallar einnig um áhrif afléttingar bjórbannsins á ölvunarakstur í ritgerð sinni. Niður- staða þeirrar skoðunar er sú að ölvunarakstur hafi farið minnkandi eftir afléttingu þess og fari í raun minnkandi með hverju árinu sem líður. Á tímabilinu 1970 til 1980 voru að meðaltai 1.411 einstaklingar á hverja 100 þúsund íbúa teknir ölvaðir undir stýri. Á þeim áratug hélst ölvunarakstur í hendur við aukna áfengisneyslu. Á árunum 2000-2010 voru þeir mun færri, eða 638 að meðaltali á ári. Og þeim fór fækkandi eftir því sem á leið. Árið 2010 voru þeir einungis 407. Á þessu tímabili hefur áfengisneysla því aukist en dregið hefur úr ölvunarakstri.

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.