Kjarninn - 31.07.2014, Page 17

Kjarninn - 31.07.2014, Page 17
09/09 nEytEnduR verslanir Hagkaupa og Bónus og er langstærsti smásali á Íslandi, hafnar því að vöruframboð muni dragast saman. „Þessi rök eru fráleit enda vilja allir kaupmenn bjóða upp á þá vöru sem eftirspurn er eftir. Ég er fullviss um að menn muni leggja sig að fullu fram við að bjóða fram mikið vöru- úrval, enda mun samkeppnin að stóru leyti snúast um það“. Hann hafnar því einnig að minni innlendir framleiðendur muni bera skarðan hlut frá borði í nýju umhverfi. Það séu forsendur sem menn gefi sér fyrirfram sem Finnur fær ekki séð að geti staðist. Hagar séu til að mynda þegar í viðskiptum við nánast alla innlenda framleiðendur vara sem fyrirtækið selur og það myndi ekki gilda neitt annað um framleiðendur bjórs eða léttvíns. Útbreiðsla Vínbúðir ÁTVR eru nú 48 talsins og um allt land. Árið 1986 voru þær 13 talsins. Mynd: Vigfús Birgisson

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.