Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 23

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 23
04/06 alþjóðamál vel á þriðja hundrað þúsund manns. Fyrirtækið var síðar einkavætt á, vægast sagt, vafasaman hátt en rússneska ríkið hefur síðan 2005 náð aftur meirihluta í fyrirtækinu. Frá árinu 2006 hefur Gazprom haft einkarétt á útflutningi á jarðgasi frá Rússlandi. Fyrirtækið vinnur því mestallt jarð- gas innan landamæra Rússlands (aðallega í Síberíu), á allar leiðslur sem flytja gasið og hefur einkaleyfi á útflutningi þess. Auk þess á það ýmsar eignir í fjármála-, trygginga- og fjölmiðla geiranum, byggingariðnaði og landbúnaði. Gazprom er því bæði efnahagslega mikilvægasta fyrirtæki Rússlands (árið 2010 var það ábyrgt fyrir tíu prósent af landsframleiðslu landsins) og gríðar- lega mikilvægt pólitískt valdatól fyrir Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og samstarfsmenn hans, sem stýra fyrir- tækinu í krafti meirihlutaeignar rúss- neska ríkisins í því. Þetta á sérstaklega við gagnvart Evrópu. Gazprom selur nefnilega jarðgas til 25 Evrópuríkja. Einu stóru ríkin innan álfunnar sem kaupa ekki gas þaðan eru Spánn og Portúgal. Sum löndin fá allt innflutt gas frá fyrirtækinu. Þýskaland er langstærsti kaupandinn. Tæpur þriðjungur alls þess gass sem Vestur-Evrópu ríki kaupa fara til landsins. Það er því mjög snúið fyrir Þýskaland, sem glímir við orkufram- leiðsluvanda, að grípa til viðskiptalegra þvingunaraðgerða gagnvart Rússlandi sem fela í sér takmarkanir á sölu á orku þaðan. Fyrst þyrfti að tryggja þýskum iðnaði nýja orkuupp- sprettu. Það er hægara sagt en gert, þótt verið sé að vinna að lausn. Evrópusambandið gegn gazprom Innreið og umfang Gazprom á Evrópumarkaði hefur þó ekki verið óumdeilt. Raunar fer því fjarri. Evrópusambandið hefur til að mynda lengi grunað fyrirtækið um umfangs- mikið verðsamráð og einokunartilburði á ýmsum mörkuðum „Fyrirliggjandi er birting á niðurstöðu rannsóknar á starfs- háttum Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og einu stærsta fyrirtæki heims, í Evrópu sem Evrópusam- bandið hefur staðið fyrir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.