Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 24

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 24
05/06 alþjóðamál innan vébanda sambandsins. Snemma árs 2012 réðst Evrópu- sambandið í umfangsmikla rannsókn á starfsháttum Gazprom í Evrópu. Til stóð að niðurstaða hennar yrði birt síðast liðið vor en það hefur frestast vegna ástandsins í Úkraínu. Niðurstöðu rannsóknarinnar er hins vegar beðið með mikilli eftirvæntingu. Edward Lucas, ritstjóri alþjóðamála hjá „The Economist“, sagði á ráðstefnunni „Poland Today“ í lok maí að hann teldi þá sekt sem Gazprom myndi fá vegna niðurstöðu rannsóknarinnar verða „miklu, miklu hærri en Microsoft“. Þar vísaði hann í sekt sem tölvurisinn Microsoft var skikkaður til að greiða, 561 milljón evra, um 87 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa ekki kynnt tölvunotendum í ríkjum sambandsins um aðra netvafra en þeirra eigin Internet Explorer. Lucas, sem er sérfræðingur í málefnum Rússlands og hefur fylgst náið með Gazprom-málinu, á líka von á því að Gazprom muni fá gríðarlega mikla neikvæða fjölmiðla- umfjöllun í kjölfar birtingar niðurstöðu rannsóknarinnar. yukos-Málið Yukos var stærsta olíufélag Rússlands þegar það var tekið niður. Helsti eigandi þess var Mikhail Khodorkovsky, sem var handtekinn árið 2003 og sat í fangelsi þar til í janúar síðastliðnum. Khodor- kovsky og viðskiptafélagar hans höfðu komist yfir eignir fyrirtækisins í vægast sagt vafasömu einka- væðingarferli orkuauðlinda Rússlands á forsetatíma Boris Jeltsin. Ketill Sigurjónsson, sem starfar við ráðgjöf og viðskiptaþróun á sviði orkumála, hefur fjallað ítarlega um málið á Orkubloggi sínu. Þar segir hann meðal annars: „Skaðabótamálið er sótt af félagi sem nefnist GML, gegn rússneskum stjórnvöldum. GML er að stærstum hluta í eigu eins af fyrrum framkvæmdastjórum Yukos, en sá er milljarða- mæringurinn Lenid Nevzlin. Nevzlin náði að forða sér frá Rússlandi þegar helstu stjórnendur Yukos voru handteknir árið 2003 og hefur síðan verið eftir- lýstur af Rússum. Það var reyndar réttað yfir Nevzlin í Rússlandi árið 2006 (að honum fjar stöddum) og hann þar dæmdur í pent ævilangt fangelsi, m.a. fyrir morð. Sjálfur segir Nevzlin að réttarhöldin hafi verið farsi og að undirlagi Pútíns. GML er í raun eignarhaldsfélag, sem yfirtók eignir eldra eignarhaldsfélags, Group Menatep, sem átt hafði meirihlutann í Yukos. Stærsti eigandinn í Group Menatep var að sjálfsögðu Khodorkovsky. En hann náði að framselja þann eignarhlut sinn (og þar með ráðandi hlut sinn í Yukos) til Nevzlin áður en dómurinn féll yfir Khodorkovsky sjálfum. Tilgangur- inn með þeirri ráðstöfun var að tryggja að rússnesk stjórnvöld kæmust ekki yfir eignina. En eins og kunnugt er breytti sú ráðstöfun engu, því Yukos var keyrt í þrot á grundvelli risavaxinna krafna um meint skattsvik, sem námu tugum milljörðum USD. Þar með urðu hlutabréfin í Yukos verðlaus og skipti að sjálfsögðu engu í því sambandi hvort Khodor kovsky eða Nevzlin var hinn endanlegi eigandi þeirra“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.