Kjarninn - 31.07.2014, Side 24

Kjarninn - 31.07.2014, Side 24
05/06 alþjóðamál innan vébanda sambandsins. Snemma árs 2012 réðst Evrópu- sambandið í umfangsmikla rannsókn á starfsháttum Gazprom í Evrópu. Til stóð að niðurstaða hennar yrði birt síðast liðið vor en það hefur frestast vegna ástandsins í Úkraínu. Niðurstöðu rannsóknarinnar er hins vegar beðið með mikilli eftirvæntingu. Edward Lucas, ritstjóri alþjóðamála hjá „The Economist“, sagði á ráðstefnunni „Poland Today“ í lok maí að hann teldi þá sekt sem Gazprom myndi fá vegna niðurstöðu rannsóknarinnar verða „miklu, miklu hærri en Microsoft“. Þar vísaði hann í sekt sem tölvurisinn Microsoft var skikkaður til að greiða, 561 milljón evra, um 87 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa ekki kynnt tölvunotendum í ríkjum sambandsins um aðra netvafra en þeirra eigin Internet Explorer. Lucas, sem er sérfræðingur í málefnum Rússlands og hefur fylgst náið með Gazprom-málinu, á líka von á því að Gazprom muni fá gríðarlega mikla neikvæða fjölmiðla- umfjöllun í kjölfar birtingar niðurstöðu rannsóknarinnar. yukos-Málið Yukos var stærsta olíufélag Rússlands þegar það var tekið niður. Helsti eigandi þess var Mikhail Khodorkovsky, sem var handtekinn árið 2003 og sat í fangelsi þar til í janúar síðastliðnum. Khodor- kovsky og viðskiptafélagar hans höfðu komist yfir eignir fyrirtækisins í vægast sagt vafasömu einka- væðingarferli orkuauðlinda Rússlands á forsetatíma Boris Jeltsin. Ketill Sigurjónsson, sem starfar við ráðgjöf og viðskiptaþróun á sviði orkumála, hefur fjallað ítarlega um málið á Orkubloggi sínu. Þar segir hann meðal annars: „Skaðabótamálið er sótt af félagi sem nefnist GML, gegn rússneskum stjórnvöldum. GML er að stærstum hluta í eigu eins af fyrrum framkvæmdastjórum Yukos, en sá er milljarða- mæringurinn Lenid Nevzlin. Nevzlin náði að forða sér frá Rússlandi þegar helstu stjórnendur Yukos voru handteknir árið 2003 og hefur síðan verið eftir- lýstur af Rússum. Það var reyndar réttað yfir Nevzlin í Rússlandi árið 2006 (að honum fjar stöddum) og hann þar dæmdur í pent ævilangt fangelsi, m.a. fyrir morð. Sjálfur segir Nevzlin að réttarhöldin hafi verið farsi og að undirlagi Pútíns. GML er í raun eignarhaldsfélag, sem yfirtók eignir eldra eignarhaldsfélags, Group Menatep, sem átt hafði meirihlutann í Yukos. Stærsti eigandinn í Group Menatep var að sjálfsögðu Khodorkovsky. En hann náði að framselja þann eignarhlut sinn (og þar með ráðandi hlut sinn í Yukos) til Nevzlin áður en dómurinn féll yfir Khodorkovsky sjálfum. Tilgangur- inn með þeirri ráðstöfun var að tryggja að rússnesk stjórnvöld kæmust ekki yfir eignina. En eins og kunnugt er breytti sú ráðstöfun engu, því Yukos var keyrt í þrot á grundvelli risavaxinna krafna um meint skattsvik, sem námu tugum milljörðum USD. Þar með urðu hlutabréfin í Yukos verðlaus og skipti að sjálfsögðu engu í því sambandi hvort Khodor kovsky eða Nevzlin var hinn endanlegi eigandi þeirra“.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.