Kjarninn - 31.07.2014, Side 29

Kjarninn - 31.07.2014, Side 29
óðinn jónsson tekur við Morgunútvarpinu Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, fær nýtt hlutverk í haust þegar hann tekur við Morgunútvarpi Rásar 2 ásamt Hrafnhildi Halldórsdóttur. Bergsteinn Sigurðsson, sem stýrt hefur Morgunútvarpinu, færir sig þá yfir í Síðdegisútvarpið og Guðrún Gunnarsdóttir flyst yfir á Rás 1. Óðinn var fréttastjóri RÚV frá árinu 2005, eða þar til að Rakel Þorbergsdóttir var ráðin í starfið um miðjan apríl síðastliðinn. Hann hafði þá komist að samkomulagi við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra um áframhaldandi störf fyrir RÚV og sótti ekki um endurráðningu. kaup lífeyrissjóða útskýra miklar skattgreiðslur Það vakti athygli að skattakóngur Íslands árið 2013 væri hin tiltölulega óþekkti Jón Árni Ágústsson, með tæpar 412 milljónir króna í skatta. Það sem útskýrir þetta mikla fjárflæmi hjá Jóni er sala hans á stórum hlut í Invent Farma. Kaupandinn var Framtakssjóður Íslands (FSÍ) og kaupverðið er talið hafa verið um tíu milljarðar króna, samkvæmt vb.is. Kaupin vöktu athygli enda á hlutverk FSÍ, sem er í eigu lífeyrissjóða og ríkisbankans, að vera að móta endurreisn íslensks atvinnulífs. Invent Farma starfar einungis á Spáni þótt eigendurnir sem seldu séu að mestu Íslendingar. af nEtinu Samfélagið segir XPIU«WW'9XPD²O¸JUHJOXVWMµULQQKDù hætt vegna þrýstings frá Hönnu Birnu kjarninn 31. júlí 2014 facebook twitter kristinn Haukur guðnason Það er ótrúlegt að Hanna Birna sé ekki búin að segja af sér. Ísland getur vart talist réttarríki lengur. Þriðjudagurinn 29. júlí 2014 sólveig adaMsdóttir Og enn situr Hanna Birna !!! Ef þessi frétt er rétt þá er þetta skandall fyrir Ísland, reyndar ekki sá fyrsti, því miður. Sá sem valdið hefur til að setja hana af getur ekki annað lengur en tekið til starfa. Þriðjudagurinn 29. júlí 2014 ástþór MagnÚsson Skiptir engu máli hversvegna hann skipti um starf við þurfum ekki ráðherra sem er sífellt með allt niðrumsig Þriðjudagurinn 29.júlí 2014 Bjarkey olsen @Bjarkey Olsen http://www.dv.is/frettir/2014/7/29/haettir- vegna-radherrans/ 7O]PHMX®QM,·RRY&MVRY vera kominn - eða búinn? Þriðjudagurinn 29. júlí 2014 Halldor Halldorsson @DNADORI Ofmat að Stefán hafi hætt útaf Hönnu Birnu, en djöfull er það pottþétt að hún hafi verið með læti útaf rannsókninni. Þriðjudagurinn 29. júlí 2014 þóra tóMasdóttir @thoratomas @logreglustjori beitti Hanna Birna þig þrýstingi vegna lekamálsins? Reyndi hún að hafa afskipti af rannsókninni? Kallaði hún þig á teppið? Þriðjudagurinn 29. júlí 2014 01/01 Samfélagið SEgiR

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.