Kjarninn - 31.07.2014, Side 38

Kjarninn - 31.07.2014, Side 38
01/01 SpES 01/01 spes kjarninn 31. júlí 2014 SpES Starfsmanni PETA meinað að fá sér einkanúmer með yfirlýsingu um ást á tófú. Einkanúmerið ilvtOfu þótti of klámfengið y firvöld Tennessee-ríkis í Bandaríkjunum höfnuðu á dögunum beiðni starfsmanns PETA, sem eru bandarísk samtök sem berjast fyrir réttindum og velferð dýra, um einka- númerið ILVTOFU, þar sem það þótti of klámfengið. Dýraverndunarsinninn Whitney Clark hugðist sýna ást sína á tófú í verki með því að setja einkanúmerið á bifreiðina sína. Yfirvöld í Tennessee höfnuðu beiðni hennar með þeim rökum að hægt væri að túlka einkanúmerið á klámfenginn hátt. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hafa fleiri starfsmenn PETA óskað eftir sama einkanúmerinu í öðrum ríkjum Banda- ríkjanna, án árangurs. „Það eina sem ég vildi gera var að dreifa vegan-boðskapnum með númera- plötunni minni,“ er haft eftir Clark í erlendum fjölmiðlum. „Það virtist rökrétt að breyta númeraplötunni í eitthvað sem ég trúi á.“ Á samfélagsmiðlum lagði fólk til að Clark myndi breyta skilaboðunum yfir í TOFULVR, en Clark ákvað engu að síður að sækja bara um venjulega númeraplötu.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.