Kjarninn - 31.07.2014, Síða 39

Kjarninn - 31.07.2014, Síða 39
01/04 álit t uttugusta og áttunda júlí síðastliðinn voru 100 ár liðin frá því fyrri heimstyrjöldin hófst. Fáir atburðir hafa haft viðlíka áhrif á heimssöguna. Heimsveldi féllu og ný komu til sögunnar og sjálfstæð ríki urðu til, þar á meðal Ísland sem varð fullvalda árið 1918. Í upphafi styrjaldarinnar sumarið 1914 vonuðu stórveldin að hægt væri að hindra útbreiðslu hennar. Svo varð ekki. Austur- rísk-ungverska keisaradæmið lýsti stríði á hendur Serbíu 28. júlí 1914. Þýskaland sagði Rússlandi stríð á hendur 1. ágúst, Frakklandi 3. ágúst og réðist á Belgíu degi síðar. Innrás Þjóðverja í Belgíu nægði Bretum til þess að lýsa stríði á hendur Þjóðverjum 4. ágúst. Austurrísk- ungverska keisaradæmið lýsti stríði á hendur Rússlandi 6. ágúst og Frakkar og Bretar lýstu stríði á hendur keisaradæminu sex dögum síðar. Á þessum tíma var Evrópa orðin fjölmennari upphaf heimsstyrj- aldar og öld átaka Jakob Þór Kristjánsson skrifar um fyrstu nútímastyrjöldina í tilefni þess að 100 eru liðin frá upphafi hennar. álit jakob þór kristjánsson sérfræðingur í öryggis- og varnar- málum og alþjóðasamskiptum kjarninn 31. júlí 2014

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.