Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 40

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 40
02/04 álit en nokkru sinni og samfélögin betur skipulögð. Efnahagur ríkja hafði styrkst og félagslegar og pólitískar breytingar sem styrktu stöðu þjóðríkjanna og ríkisvaldsins höfðu átt sér stað. Tækniframfarir í landbúnaði urðu til þess að færri stunduðu landbúnaðar störf og því voru fleiri ungir menn tiltækir til herþjónustu. Evrópuríkin bjuggust við að átökum lyki fyrir jól 1914, en raunin varð allt önnur. Erfitt varð fyrir deiluaðila að hafa stjórn á atburðarásinni. Sífellt meiri kostnaður hafði áhrif á pólitísk markmið átakanna, sem urðu æ óljósari eftir því sem stríðið drógst á langinn og hernaðar- áætlanir breyttust. Að fjórum árum liðnum lágu milljónir manna í valnum. Fyrri heimstyrjöldin var fyrsta nútíma- styrjöldin. Vopnin voru langdrægari, nákvæmari og banvænni en áður. Til sögunnar komu skrið- drekar, flugvélar og kafbátar og efnavopnum var beitt í fyrst skipti. Vísndamenn, verkfræðingar og vélfræðingar urðu jafn mikilvægir og hermenn, samfara framförum í tækni og vísindum. Þessi þróun hefur orðið viðvarandi. Í seinni heims- styrjöldinni var almenningur í skotlínunni sem aldrei fyrr. Loftárásir voru gerðar á borgir og gyðingar sendir í útrýmingar- búðir. Tölvur og eldflaugar urðu til og kjarnorkuvopn þvinguðu Japan til uppgjafar. Í dag, aðeins nokkrum kynslóðum síðar, á tímum flýilda, tölvuárása, stýriflauga og annarra hátæknivopna, á tímum þar sem fámennir hópar vopnaðra vígamanna hafa yfir töluverðri hernaðargetu að ráða, er almenningur í skotlínunni ekki síður en á síðustu öld. Nú falla færri hermenn en almennir borgarar í stríðsátökum þó mannréttindi eigi að heita tryggðari en fyrir 100 árum. Í fyrri heimstyrjöldinni var rúmlega þriðjungur fórnar- lambanna almennir borgarar, eða um fimm milljónir manna. Átta milljónir hermanna féllu á vígvellinum. Í seinni heims- styrjöldinni létust nálega 27 milljónir almennra borgara og þessi gríðarlegi munur endurspeglar greinilega þær tæknibreytingar sem urðu á sviði hernaðar á millistríðsárunum. Fjórar til fimm milljónir manna flúðu heimili sín fyrstu árin eftir fyrri „Fyrri heims- styrjöldin var fyrsta nútíma- styrjöldin. Vopnin voru langdrægari, ná- kvæmari og ban- vænni en áður. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.