Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 42

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 42
04/04 álit Þessi stóru stríðsátök brutust út vegna ólíkra ástæðna og markmiða sem helguðust af þeim áróðri eða rökum sem beitt var til þess að réttlæta þau. Þó eiga stríð eins og fyrri og seinni heimsstyrjöld, Kóreustríðið, Víetnamstríðið, stríðið gegn hryðjuverkum, átökin í Írak, Afganistan, Sýrlandi og nú síðast Palestínu og Úkraínu eitt og annað sameiginlegt. Það er mögulegt að nefna að minnsta kosti fjögur atriði sem einkenna stríð, uppruna þeirra og ástæður: Ũ stríð eru líkleg þar sem öfgakennd þjóðernishyggja, múgsefjun og stjórnleysi ráða ríkjum. Ũ stríð eru líkleg þar sem herstjórn, trúarbragðahópar, eða pólitísk samtök með öfgafulla stefnu komast til valda, hvort sem það gerist með lögmætum eða ólögmættum hætti. Ũ stríð eru oftast drifin áfram af árásarhneigð, örvæntingu, vonleysi, firringu og ofsóknum í garð minnihlutahópa. Ũ stríð eru oft afleiðing misheppnaðs erindreksturs ríkisstjórna eða manna á vegum þeirra. Allt þetta má heimfæra upp á orsakir fyrri heims- styrjaldarinnar. Þær voru pólitískar og snérust um landsvæði og efnahagsleg átök milli stórveldanna í Evrópu áratugina fyrir styrjöldina en líka um aukna hernaðarhyggju, heims- valdastefnu, kynþátta- og þjóðernishyggju. Upphaf stríðsins lá þó í ákvörðunum sem teknar voru af stjórnmálamönnum og hershöfðingjum eftir morðið á Franz Ferdinand, ríkis- arfa austurrísk-ungverska keisaradæmisins í Sarajevo 28. júní 1914, en þær leiddu til diplómatískrar kreppu í Evrópu. Segja má að fyrri heimsstyrjöldin hafi gert það að verkum að frekari ófriður braust út á liðinni öld, þeirri öld sem ýmist er nefnd öld öfga eða öld stríðsátaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.