Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 44

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 44
02/06 álit um hvað snýst deilan? Við Pétur erum sammála um að landkostir Íslands eru enn langt frá þeim sem blöstu við landnámsmönnum forðum, þótt viðsnúningur hafi orðið til hins betra í gróðurfari landsins undanfarna áratugi. Við erum líka sammála um að allir skógar eru til margra hluta nytsamir, svo sem til að binda jarðveg og kolefni, miðla vatni og næringarefnum, skapa skjól o.fl. Deila náttúruverndara (ég vona að ég tali fyrir munn margra þeirra) og skógræktarmanna snýst því fyrst og fremst um nálgun og ekki síst skýra aðgreiningu nytjaskóg- ræktar eða plantekruskógræktar með aðfluttum stórvöxnum tegundum og endurheimtar birkiskóga. Íslendingum hefur verið seld sú hugmynd, sem að miklu leyti byggir á samvisku- biti vegna fyrri umgengni við landið, að allur skógur sé af hinu góða. Ég held því hins vegar fram að plantekruskóg- rækt í úthaga geti verið í beinni andstöðu við náttúruvernd. Berangurinn, ásamt hinu upprunalega lágstemmda gróður- skrúði landsins, með birki og víði sem helstu viðartegundir, skapar okkur sérstöðu sem er afar mikils virði og við megum ekki henda frá okkur umhugsunarlaust. Áhrif skógræktar á land og lífríki koma ekki að fullu fram fyrr en mörgum áratugum eftir gróðursetningu. Um skóg- rækt gildir því hið fornkveðna að í upphafi skyldi endinn skoða. Stefna og markmið þurfa að vera skýr og ásættanleg fyrir þorra landsmanna. Skógræktarstefna ríkisins var samþykkt 2013. Stefnan var unnin af skógræktarfólki eingöngu, þótt almenningi hafi vissulega gefist kostur á athugasemdum. Engir gróður- vistfræðingar (aðrir en skógfræðingar), jarðfræðingar, fornleifafræðingar eða landslagsarkitektar tóku þátt í gerð stefnunnar. Enginn gætti hagsmuna innlendrar og alþjóð- legrar náttúruverndar, ferðamennsku, hefðbundins land- búnaðar eða þjóðmenningar. Meginmarkmið stefnunnar er að skógarþekja landsins vaxi á næstu 100 árum tífalt frá því sem nú er, fari úr 1,2% á landsvísu í 12%. Athygli vekur að ekki er tekið fram hvert hlutfall birkiskóga á að vera í þessari auknu skógarþekju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.