Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 45

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 45
03/06 álit miðað við nytjaskóga með aðfluttum tegundum. Tólf prósent þekja á landsvísu gæti virst hófleg en hún samsvarar þó 25–30% af láglendi landsins undir 400 m hæð. Þar sem sumir landshlutar henta illa til skógræktar þarf skógarþekja á öðrum láglendissvæðum að fara mun hærra en þetta til að ná 12% markinu. Skógar af þeirri stærðargráðu myndu algerlega umbylta ásýnd og lífríki landsins frá því sem nú er. Mörgum spurningum er ósvarað. Gerir almenningur sér fulla grein fyrir þeim feiknarlegu áformum sem skógarstefnan felur í sér? Á hvernig landi á að rækta allan þennan skóg? Hvað hverfur í staðinn? Hvað hverfur mikið af lyngmóum, fléttumóum, berjalautum, mýrum, deiglendi, blómlendi, engjum, melum, vikrum o.s.frv.? Hver er núverandi þjónusta þeirra gróður lenda og landgerða sem hverfa (ferðamennska, upplifun, nytjar)? Hvað verður um mó- og vaðfuglana? Hvaða áhrif hefur fyrirhuguð umbylting gróðurfars og landslags á ferðamanna- straum til landsins? Og þannig má áfram telja. Skógarstefnan og lög um landshlutabundin skógræktar- verkefni byggja ekki á neinni heildstæðri greiningu eða mati á þeim þáttum sem nefndir eru hér að framan. Þótt leiða megi líkur að 25-30% þekju birkiskóga og kjarrlendis við landnám hefur ýmislegt breyst síðan. Fjölmargar kynslóðir Íslendinga hafa vaxið upp við skógleysi. Nú er berangurinn hluti af þjóðarvitund okkar til góðs eða ills. Nú leggja borgir og bæir, vegir, ræktarlönd og lón undir sig stór svæði á láglendi. Sumar landgerðir, svo sem nútímahraun, eru vernduð að lögum. Ísland er orðið ferðamannaland og ferðamenn koma fyrst og fremst vegna sérstakrar náttúru landsins. Engu máli skiptir fyrir þá hvort náttúran sem við augum blasir er upprunaleg eða afleiðing fornra búskaparhátta. Ekkert alvörumat hefur verið lagt á þessa hluti. Er eðli- legt að skógræktarmenn einir ráði ferðinni í svo stóru máli? Er eðlilegt að hið opinbera leggi nær umræðulaust stórfé í verkefni sem umbyltir ásýnd og lífríki landsins? „Ég held því hins vegar fram að plantekru- skógrækt í úthaga geti verið í beinni andstöðu við náttúruvernd.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.