Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 46

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 46
04/06 álit mismunandi skógrækt Í ofangreindri stefnumörkun, og í lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni, er enginn afgerandi greinarmunur gerður á nytjaskógrækt annars vegar og endurheimt birkiskóga hins vegar. Þarna er þó reginmunur á. Plantekruskógrækt er afbrigði landbúnaðar – vísir að atvinnugrein og vissulega réttlætanleg sem slík á afmörkuðum svæðum – en endurheimt birkiskóganna er samfélagslegt náttúruverndar- og menningar- verkefni sem opinberar stofnanir ættu að leggja höfuðáherslu á. Hinu opinbera væri í lófa lagið að margfalda skógarþekju landsins með því einu að stuðla að friðun stórra landsvæða fyrir búfjárbeit. Þá vex birkiskógurinn sjálfkrafa og þarf í mesta lagi að gróðursetja stálpaðar birkiplöntur á stangli til að tryggja fræuppsprettu þar sem hún er ekki fyrir hendi. Sjálfsprottnir birkiskógar breiðast nú þegar út um friðað land, eins Pétur lýsir í grein sinni. neikvætt viðhorf til birkiskóga? Tregða skógræktaraðila til að aðgreina nýskógrækt frá endurheimt birkiskóganna bendir til að vandinn liggi að ein- hverju leyti í neikvæðu viðhorfi þeirra til íslenska birkisins. Nýlegt plagg umhverfisráðuneytisins „Hvítbjörk - tillögur að leiðum til endurreisnar birkiskóga á Íslandi (2013)“ sem Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri tóku saman varpar ljósi á þetta: Meðal fólks eru skiptar skoðanir um ágæti birkiskóglendis. Vel hirtir birkiskógar geta verið góðir til útivistar, en flestir eru það ekki sökum þéttleika trjánna. Skógar annarra tegunda eru ekki síður góðir til útivistar. Þá eru birkiskógar af sumum taldir til óþurftar í landbúnaði, sérstaklega þegar kemur að smölun (bls. 4). Hér staldrar maður ósjálfrátt við. Er ekki hlutverk Skóg- ræktar ríkisins að hirða birkiskóga sem aðra skóga? Eru þéttir og illa hirtir barr- eða blandskógar góðir til útivistar eða auðveldir í smölun?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.