Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 47

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 47
05/06 álit Í viðtali við fulltrúa Skógræktarfélags Íslands, sem hefur umsjón með Landgræðsluskógaverkefninu, kom fram að erfitt gæti reynst að auka hlutfall birkis í því verkefni umfram það sem verið hefur, enda hefur það hlutfall verið mjög hátt (50-70% af gróðursettum plöntum). Stafar það einkum af áhuga viðtakenda plantnanna á aukinni fjölbreytni í tegundavali (bls. 6). Hér er vert að benda á að skógur sem upphaflega er 50:50 blanda af birki og barrtrjám fær yfirbragð barrskógar eftir nokkra áratugi vegna þess að barrtrén vaxa birkinu yfir höfuð. Og ríkinu er í lófa lagið að setja það skilyrði fyrir styrkveitingum til landgræðsluskóga að aðeins séu notaðar upprunalegar trjátegundir. Hvers vegna er það ekki gert? Í viðtölum við framkvæmdastjóra og starfsfólk Landshluta- verkefnanna kom fram að innan við tíu (af um 600) skógar- eigendur sem þátt taka í Landshlutaverkefnunum vilja eingöngu birki eða aðrar innlendar tegundir. Þó kom fram sú almenna skoðun að hægt væri að auka gróðursetningu birkis á lögbýlum ef hvatt yrði til þess og jafnframt að sumir landeigendur myndu þiggja girðingastyrki til að friða birkileifar ef þeir væru í boði. Til þess þyrfti þó að afnema þann neikvæða hvata sem felst í því að virðisaukaskattur fæst eingöngu endurgreiddur við nytjaskógrækt og/eða að bæta við nýju fyrirkomulagi styrkveitinga. Endurheimt birkiskóga gæti þá orðið sérstakt viðfang innan Landshluta- verkefnanna með sérfjárveitingu og e.t.v. öðruvísi fyrirkomulagi styrkveitinga (bls. 6). Ekki er óeðlilegt að skógarbændur freistist til að rækta aðfluttar tegundir frekar en birki þegar svona er í pottinn búið. Spyrja má hvers vegna ekki er löngu búið að afnema ofangreindar hömlur og þvert á móti umbuna þeim sérstaklega sem vilja endurheimta birkiskógana. Þótt stór- felld skógeyðing fyrr á öldum sé notuð sem meginrök fyrir skógrækt nú virðist aukin útbreiðsla birkiskóga alls ekki í fyrirrúmi hjá opinberum skógræktaraðilum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.