Kjarninn - 31.07.2014, Side 47

Kjarninn - 31.07.2014, Side 47
05/06 álit Í viðtali við fulltrúa Skógræktarfélags Íslands, sem hefur umsjón með Landgræðsluskógaverkefninu, kom fram að erfitt gæti reynst að auka hlutfall birkis í því verkefni umfram það sem verið hefur, enda hefur það hlutfall verið mjög hátt (50-70% af gróðursettum plöntum). Stafar það einkum af áhuga viðtakenda plantnanna á aukinni fjölbreytni í tegundavali (bls. 6). Hér er vert að benda á að skógur sem upphaflega er 50:50 blanda af birki og barrtrjám fær yfirbragð barrskógar eftir nokkra áratugi vegna þess að barrtrén vaxa birkinu yfir höfuð. Og ríkinu er í lófa lagið að setja það skilyrði fyrir styrkveitingum til landgræðsluskóga að aðeins séu notaðar upprunalegar trjátegundir. Hvers vegna er það ekki gert? Í viðtölum við framkvæmdastjóra og starfsfólk Landshluta- verkefnanna kom fram að innan við tíu (af um 600) skógar- eigendur sem þátt taka í Landshlutaverkefnunum vilja eingöngu birki eða aðrar innlendar tegundir. Þó kom fram sú almenna skoðun að hægt væri að auka gróðursetningu birkis á lögbýlum ef hvatt yrði til þess og jafnframt að sumir landeigendur myndu þiggja girðingastyrki til að friða birkileifar ef þeir væru í boði. Til þess þyrfti þó að afnema þann neikvæða hvata sem felst í því að virðisaukaskattur fæst eingöngu endurgreiddur við nytjaskógrækt og/eða að bæta við nýju fyrirkomulagi styrkveitinga. Endurheimt birkiskóga gæti þá orðið sérstakt viðfang innan Landshluta- verkefnanna með sérfjárveitingu og e.t.v. öðruvísi fyrirkomulagi styrkveitinga (bls. 6). Ekki er óeðlilegt að skógarbændur freistist til að rækta aðfluttar tegundir frekar en birki þegar svona er í pottinn búið. Spyrja má hvers vegna ekki er löngu búið að afnema ofangreindar hömlur og þvert á móti umbuna þeim sérstaklega sem vilja endurheimta birkiskógana. Þótt stór- felld skógeyðing fyrr á öldum sé notuð sem meginrök fyrir skógrækt nú virðist aukin útbreiðsla birkiskóga alls ekki í fyrirrúmi hjá opinberum skógræktaraðilum.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.