Kjarninn - 31.07.2014, Page 48

Kjarninn - 31.07.2014, Page 48
06/06 álit Skógrækt breytir ásýnd landsins og lífríki þess mismikið eftir því hvernig að henni er staðið (sjá fyrri grein höfundar frá 3. júlí sl.). Hún er því ekki áhugamál eða atvinnuvegur sem snertir skógræktarmenn eina heldur alla landsmenn til langrar framtíðar. Yfirvöld þurfa að átta sig á þessu og tryggja að fram fari víðtæk umræða og úttekt – og í framhaldi vönduð stefnumörkun – um æskilegt umfang nýskógræktar á landinu. Slík úttekt þarf að kafa dýpra en núverandi vinna við gerð landnýtingaráætlunar gerir ráð fyrir. Meðan á þessari úttekt stendur leggur undirritaður til að gert verði hlé á, eða að minnsta kosti stórlega dregið úr, gróðursetningum með aðfluttum tegundum.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.