Kjarninn - 31.07.2014, Side 53

Kjarninn - 31.07.2014, Side 53
01/01 græjur kjarninn 31. júlí 2014 Period Calendar Fyrir konu með ADHD er lífs- nauðsynlegt að vera með app sem líkt og nafnið gefur til kynna heldur utanum tíðarhringinn þannig getur ekkert komið á óvart. droPBox Afþví ég er með svo lé- legan síma er dropbox appið himnasending. Ég þarf ekki að vista neitt lengur á símann svo hann helst nokkuð starfshæfur. yo. Ég er ein af þeim sem lét glepjast af Yo. Ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir að senda fólki Yo í tíma og ótíma. Það er samt eitthvað heillandi við það. Bætið mér við og ég skal Yo-a ykkur upp @ MARIALILJA. María lilja þrastardóttir blaðakona „Nota þrotaðan Samsung Galaxy Young síma.“ 01/01 gRæjuR tækni Amazon Fire snjallsíminn Auðvitað þurfti Amazon að gefa út eigin síma. Annað væri ekki boðlegt fyrir þennan stærsta internetsmásala í heimi. Síminn, sem fór í takmarkaða sölu í Bandaríkjunum síðari hluta júlímánaðar, hefur þó fengið töluvert blendnar viðtökur. Hann þykir hvorki skáka öðrum gæða snjallsímum í sama, og jafnvel lægri, verðflokki hvað varðar getu. Og svo er síminn auðvitað sérhannaður til að kaupa vörur frá Amazon. Fire líður fyrir að vera hvorki tengdur Android-kerfi Google né Apple og því er framboðið af öpp- um sem hægt er að nota á honum afar takmarkað. Myndaóðir gætu þó séð sér í hag í að ná ser í Fire-síma. Amazon býður, að minnsta kosti enn sem komið er, fría ótakmarkaða myndageymslu í Amazon-skýinu. Batteríið hefur valdið vonbrigðum, samkvæmt dómum stærstu tæknirýna. Þrívíddinn í skjánum þykir mjög flott og síminn þykir mjög handhægur. Þá er viðmótið gagnvart öðrum Amazon-þjónustum mjög þægilegt.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.