Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 55

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 55
02/04 kaROlina fund Gyða hefur starfað með Tilveru undanfarin níu ár. Hún heldur fyrir lestra fyrir félagið um ýmislegt tengt ófrjósemi en auk þess hittir hún um 20% af þeim konum og pörum sem fara í glasameðferðir á hverju ári hjá Art Medica, sem er eina glasameðferðarstöð Íslands. Gyða hefur tekið eftir því að konur sem þjást af ófrjósemi þarfnast oft frekari upplýsinga um áhrif ófrjósemi á líðan, samskipti og samband við maka, auk fræðslu um meðferðir og önnur úrræði sem skipta máli varðandi ófrjósemi. Hún einsetti sér í doktorsnámi sínu að mæta þessari þörf en komst fljótt að því að konur og pör þora oft ekki að mæta á fyrirlestrana þar sem ófrjósemin er mikið feimnismál. Þessi hópur fólks vill oft ekki að aðrir viti af ófrjóseminni og þjáist því í einrúmi. leiðbeiningar og tillögur Fyrir um þremur árum fékk Gyða þá hugmynd að útbúa app með fræðslu um ófrjósemi og upplýsingum um það hvernig auka megi líkur á þungun. Appið er auk þess einhvers konar leiðbeining í gegnum glasaferlið þar sem notandinn getur fengið nýjar upp- lýsingar daglega um hvað hann getur gert til að bæta líðan sína í glasameðferðinni og aukið líkur á þungun. Gyða fann að sig vantaði samstarfsaðila sem hefði betri þekkingu á líffræðilega hluta meðferðanna og þekkti betur inn á mismunandi tegundir meðferða og rannsókna sem eru í boði. Hún fékk því Berglindi í lið með sér og saman mynda þær teymið á bakvið IVF Coaching-appið. Smáforritið er hannað fyrir enskumælandi markað. Þær stöllur hafa reiknað út að árlega séu um 2.000.000 glasameðferðir framkvæmdar á konum eða pörum sem tala ensku. Á Íslandi eru framkvæmdar um 600 meðferðir á ári og gætu flestar af þeim konum/pörum nýtt sér appið, sér til stuðnings í meðferðinni. Talið er að eitt af hverjum sex pörum eigi í erfiðleikum með að eignast barn, ekki bara á Íslandi heldur í öllum heiminum. Því er ljóst að stór hópur fólks glímir við ófrjósemi og upplýsingaþörfin er mikil. Það sést einnig af því að orðin infertility og IVF (glasameðferð) eru gúggluð um 2.500-2.800 sinnum á sólarhring á Google-leitarvél- inni. Þá eru aðrar leitarvélar ekki inni í þessum tölum. „Talið er að eitt af hverjum sex pörum eigi í erfið leikum með að eignast barn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.