Kjarninn - 31.07.2014, Qupperneq 57

Kjarninn - 31.07.2014, Qupperneq 57
04/04 kaROlina fund upplifa meiri vellíðan Fræðsla eins og appið veitir hefur sýnt að konurnar og pörin upplifa meiri stjórn, vellíðan og slökun og líkurnar á að verða barnshafandi eftir glasameðferð aukast. Þar sem hver meðferð getur kostað allt frá nokkur hundruð þúsund krónum og upp í milljónir (fer eftir löndum) skiptir miklu máli að undirbúa sig vel og hámarka líkur á þungun í hvert sinn. Meðferðirnar taka mjög svo á tilfinningalega og eftir um tvö ár af árangurslausum barneignartilraunum þjáist ríflega helmingur kvenna af klínísku þunglyndi og kvíða, og um þriðjungur karlmanna. Upplýsingarnar sem koma fram í appinu hafa hins vegar aldrei áður verið teknar saman og gerðar aðgengilegar þeim sem á þurfa að halda. Appið er því nýtt á sínu sviði og hefur hlotið styrk frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands - Átaki til atvinnusköpunar. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar er síðasti dagur til að styrkja verkefnið 8. ágúst. Þeim sem vilja kynna sér verkefnið nánar er bent á síðu verkefnisins.

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.