Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 59

Kjarninn - 31.07.2014, Blaðsíða 59
02/02 kjaftæði hægt er að vídjóspjalla við ömmu. Upplýsingaaðgengi á meðan á synda aflausn stendur hefur stóraukist. Ég var t.a.m. að kúka þegar ég frétti að Whitney Houston væri dáin. Það má velta því fyrir sér hversu æskilegt það sé að hafa svona gott upplýsinga- flæði við svona viðkvæmar aðstæður. Eins gott að ég var ekki að þrýsta þegar ég frétti af árásunum á tvíburaturnana. Það hefði gert allar sögustundir seinustu þrettán árin pínulítið óþægilegri. Einnig hlýtur að hafa verið ástæða fyrir því að handritshöfundur lét Will Smith ekki vera nýbúinn með fyrsta kaffibollann þegar geimverurnar komu fram á sjónarsviðið í Independence Day. En eins og það fer nú í taugarnar á mér að þurfa að gera hlé á lífi mínu til að þjóna þörfum líkama míns með þessum hætti þá geri ég mér grein fyrir því að það er hverjum manni nauðsynlegt að setjast niður til að koma böndum á hugsanir sínar og láta hugann reika af og til. Klósettferð er kjörið tækifæri til þess. Ég hef fengið margar af mínum bestu hugmyndum á meðan ég hef verið að refsa Gustavsberg. Þá er ágætt að hugleiða með því að láta lortinn vera viðfangsefni hugleiðslunnar. Lorturinn er eins og tíminn, sem líður áfram. Lorturinn er á stöðugri hreyfingu, úr meltingu til ræsis og þaðan til himna, og markmið hugleiðslunnar er að veita því athygli og sætta sig við það. Næsta vers er að færa þá hugsun yfir á aðra þætti tilverunnar. Miðað við hvað þessi hluti líkamsstarfseminnar spilar stóra rullu í lífi okkar er merkilegt hve lítið er um hann rætt. Vinur minn sagði mér að þessi umræða væri á sama stað og umræðan um samkynhneigð hefði verið árið 1960. Ég er ekki viss um að ég geti tekið undir þá samlíkingu, en þó er ljóst að það ríkir ákveðin tregða (hnyttni ætluð) til að ræða þessi mál. Líklega er það vegna þess að fólki þykir hægðalosun ógeðsleg. Umræðan um hana þarf samt ekki að vera það. Ef ég hefði einhvern metnað fyrir því myndi ég einsetja mér að verða Sigga Dögg endaþarmsins. Hún opnaði umræðuna um snípinn, af hverju ætti ég ekki að geta gert það sama fyrir anusinn? * Þetta er lygi og ég hef ekki hugmynd um hvað við eyðum miklum tíma á klósettinu. „Ég var t.a.m. að kúka þegar ég frétti að Whitney Houston væri dáin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.