Kjarninn - 07.08.2014, Blaðsíða 6

Kjarninn - 07.08.2014, Blaðsíða 6
03/03 leiðari náttúrupassa hefur verið um það rætt að koma á sérstöku komugjaldi á alla farþega sem hingað koma. Komugjaldið myndi að sjálfsögðu leggjast á íslenska farþega líka, enda óheimilt að mismuna fólki eftir þjóðerni. Tekjur af náttúru- passanum myndu skila milljörðum króna, en pattstaða passans skýrist að mörgu leyti af því að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustunni geta ekki komið sér saman um tvennt; hver eigi að halda utan um fjármagnið sem safnast og hver og hvernig skuli útdeila því. Þá getur ferðaþjónustugeirinn ekki hugsað sér fyrir sitt litla líf að stjórnvöld fái að festa klær sínar í sjóðinn, enda rökstuddur grunur fyrir hendi að stjórnvöld muni verja fénu í annað en því er ætlað. Á meðan hópast yfir milljón ferðamenn til landsins með tilheyrandi ágangi og náttúruspjöllum. Á meðan stjórnvöld og hagsmunaaðilar geta ekki komið sér saman um hvert skuli stefna er hætta á að landið glati sérstöðu sinni. Sem fyrr er tjaldað til einnar nætur á Íslandi. Stórri spurningu er þar að auki ósvarað, varðandi það hvernig við viljum markaðssetja Ísland. Viljum við að Ísland verði eins og heildsöluverslun, með malbikaða vegi fyrir Yaris-bílaleigubíla með ótakmarkað framboð af vörum fyrir alla? Eða viljum við að Ísland verði dýr lúxusverslun, þar sem fjöldi ferðamanna er ef til vill takmarkaður og rómantík landsins felst fyrst og síðast í malarvegasveitarómantíkinni? ríkissjóður þarf að fá stærri sneið af kökunni Fyrir ekki svo löngu eyddu Íslendingar meira af peningum á ferðum sínum erlendis en ferðamenn eyddu hér á landi. Er það ekki hagur okkar allra, fyrst við erum að opna dyr landsins upp á gátt þó að við séum engan veginn í stakk búin að taka við þeim öllum svo gott sé, að við högnumst vel í leiðinni? Gistináttaskatturinn, sem hefði skilað ríkissjóði umtals verðum fjármunum, var talaður niður og ferða- þjónustuna hryllir við óhjákvæmilegri fargjaldahækkun sem sérstakt komugjald myndi hafa í för með sér. Væri ekki ráð að við lærðum af reynslunni og krefðumst þess að við græddum svolítið á auðlindum okkar svona til tilbreytingar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.