Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 18

Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 18
02/04 ÞjóðmáL hann skrifaði í fyrrahaust segir að skuldbindingar lífeyris- sjóðanna séu mögulega vanmetnar vegna þess að þær taki ekki nægilegt tillit til þess að Íslendingar séu alltaf að eldast. ríkið borgar fullt Þorri þeirrar upphæðar sem vantar upp á er vegna halla á stærsta lífeyrissjóði landsins, Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR). Halli hans er að minnsta kosti 450 milljarðar króna. Sá sem „skuldar“ sjóðnum þessa peninga er íslenska ríkið. Ríkið þyrfti að borga yfir 30 milljarða króna á ári í 20 ár til að borga þessa skuld. Margir virðast halda að lífeyrissjóðirnir standi sjálfir undir öllum þeim greiðslum sem þeir greiða í lífeyri. Því fer fjarri. Íslenska ríkið tryggir ákveðna lágmarkslífeyris- greiðslu, áðurnefndar 219 þúsund krónur á mánuði. Ef lífeyrisjóðirnir borga ekki þá upphæð mánaðarlega til sinna skjólstæðinga þarf ríkið að grípa inn í og brúa bilið. Árlegar greiðslur vegna þessa eru nú um 40 milljarðar króna og hafa hækkað um 15 milljarða króna frá árinu 2008. Ríkið greiðir því um helming útgreidds lífeyris á hverju ári. gömlum Íslendingum fjölgar mjög hratt Vandi íslenska lífeyrissjóðakerfisins er eitt mest aðkallandi vandamál sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Fjöldi Íslendinga sem eru yfir 67 ára aldri mun þrefaldast á næstu 45 árum. Hagstofa Íslands spáir því að árið 2060 verði þeir 97 þúsund. Til viðbótar við þær háu upphæðir sem vantar inn í grunnlífeyriskerfi treystir það líka á að fólk leggi fyrir annan sparnað til að komast af á efri árum, enda greiða lífeyrissjóðirnir og Tryggingastofnun ríkisins einungis um 40 prósent af launum í lífeyri. Þorri þess viðbótarsparnaðar hefur verið í gegnum séreignarlífeyrissparnaðarkerfið. Síðustu tvær ríkisstjórnir landsins hafa hins vegar opnað fyrir það að landsmenn nýti séreignarsparnaðinn sinn í annað en að spara fyrir „Þrátt fyrir að íslenska lífeyrissjóðakerfið eigi tæpa 2.750 milljarða króna er það langt frá því að standa undir þeim skuldbinding- um sem sjóðirnir hafa lofað að standa undir. Til þess vantar tæpa 900 milljarða króna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.