Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 26

Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 26
03/03 ÞjóðmáL endursamið um framlög í þróunarsjóðinn Ísland borgar fyrir aðild að EES-svæðinu með ýmsum hætti. Stærstur hluti þeirrar borgunar fer í gegnum vettvang sem kallast Þróunarsjóður EFTA. Hann er oft nefndur verð- miðinn inn á innri markað ESB. Frá því að Ísland og Noregur skrifuðu undir EES-samninginn hafa þau greitt í þennan sjóð. Hann úthlutar svo fjármagni til þeirra fimmtán aðildar- ríkja sem fá greiðslur úr sjóðnum. Samningar um framlög í sjóðinn eru teknir upp á fimm ára fresti. Síðast var samið um tímabilið 2009-2014. Framlög í hann voru áætluð um 155 milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag á því tímabili. Af því framlagi var áætlað að Ísland greiddi tæplega fimm prósent, eða allt að sjö milljörðum króna. Á árinu 2014 greiðum við til að mynda 1,4 milljarða króna í sjóðinn samkvæmt fjárlögum. Liechtenstein borgar rétt yfir eitt prósent af kostnaðinum og Noregur tæplega 95 prósent. Auk þess er til sér- stakur Þróunarsjóður Noregs, sem þróunarríki ESB fá úthlutað út úr. Norðmenn borga um 125 milljarða króna inn í hann á tímabilinu. Norðmenn borga því um 260-270 milljarða króna fyrir aðgöngu að innri markaðnum. Nú standa yfir við- ræður um framlög Íslendinga og hinna EES-ríkjanna í þróunarsjóðinn. Viðbúið er, eins og alltaf hefur gerst, að framlögin muni hækka. Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu mikla hækkun verður farið fram á. Niðurstaða þessara viðræðna, sem búast má við að verði Íslendingum erfiðar, mun skipta mjög miklu máli fyrir íslensku þjóðina í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.