Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 54

Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 54
02/05 pistiLL gangi í þrúgandi hitabylgju að reyna að losna við myndir úr huga mér af dánum börnum í Palestínu. Fyrr um morguninn hafði ég límst við netið, líkt og þráhyggjusjúklingur sem getur ekki stillt sig um að endurtaka óþægilega upplifun aftur og aftur. Eins og svo oft áður hafði mér fundist ég skyldug til að smella á hverja einustu frétt um barnamorðin í Palestínu, þó ekki væri nema til að leggja mitt af mörkum til að halda þeim á lista yfir mest lesnu fréttinar og lengja þar með líftíma þeirra. Afleiðingarnar voru þær að ég gat varla litið á barnið mitt án þess að klökkna og til þess að vera í húsum hæf greip ég til þess ráðs að labba beint af augum um stund. spurning um stað og stund Brátt kom ég að húsi þar sem að minnsta kosti tíu plötur voru greyptar í stéttina með örlitlu millibili, hver og ein eins og átakanleg fyrirsögn á netinu. Ég gat ekki annað en staðnæmst til að lesa þessar gömlu en þó tímalausu fréttir af örlögum fólks og í þessu tilfinninganæma ástandi sortnaði mér fyrir augum að sjá að þarna höfðu systkini verið leidd út í dauð- ann, annað ellefu ára stelpa, hitt tíu ára strákur. Skyndilega var hryllingurinn svo ná- lægur, svo allt umlykjandi. Þessar tvær útrýmingarherferðir á fólki eru auðvitað nátengdar í sögulegum skilningi. Og önnur þeirra er að gerast núna en á öðrum stað en ég bý, í beinni útsendingu fyrir okkur samtíðarfólk fórnarlambanna; hin átti sér stað áður en ég fæddist en á staðnum þar sem ég bý núna. Hvað vitið þið? Mér varð hugsað til leikrits sem ég sá fyrir nokkrum árum hér í Berlín þar sem ungt fólk frá Palestínu, Þýskalandi og Ísrael túlkaði fjölskyldusögur sínar, tengsl þessara þjóða í sögunni og áhrif þeirrar blóðugu orsakakeðju. Hughrifin af sýningunni voru þau að ofbeldi leiði af sér meira ofbeldi. Ég „Brátt kom ég að húsi þar sem að minnsta kosti tíu plötur voru greypt- ar í stéttina með örlitlu millibili.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.