Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 60

Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 60
02/06 kamBóDÍa Blendnar tilfinningar við dómsuppskurð Nuon Chea og Khieu Samphan, sem setið hafa í gæsluvarð- haldi frá 2007, voru meðal æðstu yfirmanna Rauðu Kmer- anna. Ógnarstjórn þeirra einkenndist af ofsóknum, pynting- um og útrýmingu, en talið er að um tvær milljónir manns hafi látist frá árunum 1975 til 1979 úr hungri, sjúkdómum eða verið markvisst teknir af lífi sem „óvinir fólksins“. Nuon Chea, gjarnan nefndur „Bróðir númer 2“, var einn helsti hug- myndasmiður stjórnarinnar og hægri hönd Pol Pot, sem lést í stofufangelsi árið 1998 áður en hægt var að sækja hann til saka. Khieu Samphan gegndi stöðu forseta (e. Head of State). Kambódíska þjóðin hefur þurft að bíða í áratugi eftir að skref sé tekið í átt að réttlæti fyrir þær þjáningar sem hún þurfti að þola. ECCC-dómstóllinn (e. Extraordinary Chambers in the Courts of Cambodia) var formlega stofnaður árið 2006 eftir að samkomulag náðist á milli Sameinuðu þjóðanna og kambódísku ríkis stjórnarinnar um tilhögun réttar- haldanna og hvernig gera skyldi upp blóðugan valdatíma Rauðu Kmeranna á réttmætan hátt. Árið 2007 hófu saksóknarar rannsókn gegn fimm sak- borningum sem sakaðir voru um glæpi gegn mannkyninu, þjóðarmorð og alvarleg brot á Genfarsáttmálanum. Kaing Guek Eav, þekktari undir viðurnefninu Dutch, var sá fyrsti til að hljóta dóm, en hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að bera ábyrgð á dauða yfir 12 þúsund manna þegar hann stjórnaði hinu alræmda Tuol Sleng-fangelsi. Því var viss sigur í höfn þegar yfirdómari dómstólsins, Nil Nonn, las upp úrskurðinn gegn mönnunum tveimur fyrir framan þéttskip- aðan sal af almennum borgurum, eftirlifandi fórnarlömbum og fjölskyldum. Mennirnir voru fundnir sekir um glæpi gegn mannkyninu sem fólu í sér morð, pólitískar ofsóknir og árás- ir gegn mannlegri reisn, brot sem hófust með þvinguðum brottflutningi fólks frá Phnom Penh hinn 17. apríl 1975. „Andrúmsloftið var sérstakt. Inni í dómsalnum ríkti grafarþögn þegar dómurinn var lesinn upp. Hvorugur „Kambódíska þjóðin hefur þurft að bíða í áratugi eftir að skref sé tekið í átt að réttlæti fyrir þær þjáningar sem hún þurfti að þola.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.