Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 61

Kjarninn - 21.08.2014, Blaðsíða 61
03/06 kamBóDÍa sakborninganna sýndi nokkur viðbrögð. [Fyrir utan dóm- salinn] sýndi fólk meiri tilfinningar, margir grétu en sumir voru ósáttir við dóminn og vildu sjá þá fá þyngri refsingu,” segir Lauren Crothers, blaðamaður hjá The Cambodia Daily. Ólíklegt verður að teljast að mennirnir muni nokkurn tím- ann afplána dóminn í kambódísku fangelsi þar sem báðir eru á níræðisaldri, heilsulitlir og hafa áfrýjað niðurstöðunni. Þeir sitja því áfram í gæsluvarðhaldi dómstólsins og bíða þess að næsti ákæruliður í máli þeirra verði tekinn fyrir síðar á árinu, en þá verður réttað yfir tvímenningunum fyrir þjóðarmorð. Vaxandi ásakanir um pólitísk afskipti stjórnarinnar Á meðan dómurinn er vissulega sögulegur hafa háværar gagnrýnisraddir lengi ómað í Kambódíu sem og í alþjóðasamfélaginu. Yfirrannsóknardómarar hafa sagt af sér og sakað ríkisstjórnina um pólitísk ítök og að veikja sjálfstæði dómstólsins. Kambód- ískir túlkar hafa farið í verkföll vegna vangoldinna launa. Dómstóllinn, sem átti að vera sameiginlegt verkefni milli Sam- einuðu þjóðanna og ríkisstjórnarinnar, vegur þjóðarinnar að réttlæti, hefur verið sakaður um spillingu, hlutdrægni og peningasóun, en réttarhöldin hafa í dag kostað um 200 milljónir Bandaríkjadollara og einungis þrír menn verið dæmdir sekir. Fjórði sakborningurinn, Ieng Sary, lést fyrr á árinu og eiginkona hans, Ieng Thirith, hefur verið úrskurðuð óhæf til að sitja réttarhöld vegna Alzheimer-sjúkdómsins. Aðrir háttsettir meðlimir ganga enn lausir. Fyrir marga Kambódíumenn kemur dómurinn of seint. Khiang Hei, sem yfirgaf Kambódíu ásamt fjölskyldu sinni árið 1979 og flutti til Bandaríkjanna 11 ára að aldri, segir í Heimildarmyndir Enemies of the People Margverðlaunuð heimildarmynd þar sem rann- sóknarblaðamaðurinn Thet Sambath, sem missti báða foreldra sína og bróður undir stjórn Rauðu Kmeranna, reynir að finna svör við því hvers vegna Rauðu Kmerarnir ákváðu að útrýma stórum hluta þjóðar sinnar. Í myndinni viðurkennir Nuon Chea, „Bróðir númer 2“ í fyrsta sinn að hafa fyrirskipað aftökur á samlöndum sínum, þar sem þeir hafi verið „óvinir fólksins“. Facing Genocide Í myndinni er skyggnst inn í líf Khieu Samphan, sem var forseti í valdatíð Rauðu Kmeranna. Kvikmynda- gerðarmennirnir fylgdu Samphan eftir í um eitt og hálft ár, þar til hann var handtekinn árið 2007. Samphan segist ekki hafa borið neina ábyrgð og ekki hafa vitað neitt, þar sem hann hafi engin raun- veruleg völd haft. Hann sýnir enga iðrun og segist vel geta lifað eðlilegu lífi nema fyrir „óheppilega aðild að réttarhöldunum“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.