Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 9

Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 9
07/10 HúSnæðiSmál Þ jóðskrá Íslands tilkynnti fasteignaeigendum nýtt fasteignamat í júní. Matið tekur gildi 31. desember næstkomandi og gildir fyrir árið 2015, en frestur til að gera athugasemdir við fasteigna- matið rennur út 1. nóvember næstkomandi. Til þessa hafa Þjóðskrá borist 28 athugasemdir vegna fasteigna- mats íbúðarhúsnæðis og 31 athugasemd vegna fasteignamats atvinnuhúsnæðis. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7 prósent frá yfirstandandi ári og verður 5.369 milljarðar króna. Fast- eignamatið hækkar á 91,7 prósentum eigna en lækkar á 8,3 prósentum eigna frá fyrra ári. Mest er hækkunin á milli ára á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fasteignamatið hækkar um 9,1 prósent, en minnstu hækkunar gætir á Austurlandi, þar sem fasteignamatið hækkar um 3,3 prósent. flokkur atvinnuhúsnæðis hækkar um átján prósent Samkvæmt nýja fasteignamatinu hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis í landinu um 12,4 prósent á milli ára. Á höfuðborgarsvæð- inu hækkar fasteignamatið á atvinnuhús- næði um 14,1 prósent, en 8,9 prósent á landsbyggðinni. Auk upplýsinga um þinglýsta kaupsamninga byggir hið nýja fasteignamat atvinnu húsnæðis á upplýsingum um leigusamninga. Ný reiknilíkön lýsa sambandi milli eiginleika þessara eigna við leiguverð ásamt því að meta samband leiguverðs og kaupverðs. Þessi nýja aðferð við útreikninga fasteignamats atvinnuhúsnæðis skýrir fyrst og síðast hækk- unina á milli ára í málaflokknum. Árin á undan nam hækkun fasteignamats á atvinnuhúsnæði að jafnaði þremur til fjórum prósentum á milli ára, eða í takti við verðlag. Útreikningar Þjóðskrár á fasteignamati ársins 2015 náðu einungis til 56 prósenta atvinnuhúsnæðis. Það er verslunar-, skrifstofu-, hótel- og iðnaðarhúsnæði. Þar nemur hækkunin átján prósentum á milli ára. Restin, 44 prósent atvinnu- húsnæðis, svo sem spítalar, skólar, heimavist, leikskólar HúSnæðiSmál Ægir Þór Eysteinsson L @aegireysteins „Útreikningar Þjóðskrár á fasteignamati ársins 2015 náðu einungis til 56 pró- senta atvinnuhúsnæðis.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.