Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 21

Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 21
02/04 ViðSKipti ó formlegar sameiningarviðræður Virðingar og MP banka, sem staðið hafa frá því í sumar, hafa meðal annars gert ráð fyrir því að verðmatið á MP banka sé á bilinu 0,3 til 0,6 sinnum eigið fé bankans, sem þýðir að bankinn er metinn á 1,5 til þrjá milljarða króna. Eigið fé bankans var í árslok í fyrra rúmlega fimm milljarðar króna. Mismunandi hugmyndir eru þó uppi um verðið, eins og gefur að skilja. Hluthafar MP banka vilja að það sé metið í hærri kantinum á meðan aðrir þeir sem horfa til sameiningarinnar úr hluthafahópi Virðingar telja bankann vera minna virði. Í sumar var meðal annars opið svonefnt gagnaherbergi þar sem fjárfestar gátu kynnt sér gögn um innviði MP banka með fjárfestingu í huga. Samkvæmt heimildum kynntu nokkrir aðilar sér þau en nokkrir hluthafa bankans hafa að undanförnu sóst eftir því að selja hlut sinn í bankanum. Sumarið er tíminn Eins og greint var frá í Kjarnanum í síðustu viku hafa sumarmánuðirnir verið nýttir til að ræða sameiningar smærri fjármálafyrirtækja þar sem útgangspunktur viðræðnanna er sá að ná fram hagræðingu í grunnrekstri og búa til grundvöll þar sem skýr valkostur er á bankamarkaði við hlið endurreistu bankanna þriggja, Landsbankans, Íslands- banka og Arion banka. Viðræðurnar hafa verið óformlegar til þessa en hafa borist inn á stjórnarfundi hjá félögunum sem um ræðir, eins og Virðingu, MP banka, Straumi og Íslenskum verðbréfum, auk þess sem einstaka hluthafar í félögunum hafa rætt um mögulega sameiningarfleti. Miklir hagsmunir eru í húfi í þessum efnum og við- skiptatækifæri sömuleiðis. Fram undan er nær algjör endur- skipulagning á eignarhaldi fjármálakerfisins, með samning- um við almenna kröfuhafa í slitabú föllnu bankanna sem og jöklabréfaeigendur, en eins og stjórnvöld hafa greint frá í fréttatilkynningum er nú unnið að lausnum á þessum málum í samvinnu við erlenda ráðgjafa þessa dagana. Þar er meðal ViðSKipti Magnús Halldórsson L @MaggiHalld „Viðræðurnar hafa verið óformlegar til þessa en hafa borist inn á stjórnarfundi hjá félögunum sem um ræðir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.