Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 22

Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 22
03/04 ViðSKipti annars horft til þess að rýmka eða afnema fjármagnshöft. Á meðal þeirra sem vinna að þessu fyrir stjórnvöld er Lee Buchheit, lögmaðurinn sem var íslenskum stjórnvöldum til ráðgjafar í Icesave-deilunni við Hollendinga og Breta. mikil stærðarhagkvæmni Í fjármálageiranum er stærðarhagkvæmni augljóslega eftirsóknarverð, ekki síst þegar kemur að fjárfestingarbanka- starfsemi og eignastýringu. Möguleg sameining Virðingar og MP, og jafnvel Íslenskra verðbréfa sömuleiðis, yrði ekki síst gerð á forsendum þess að styrkja rekstrargrunninn og efla fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringu. Ljóst er að stjórnir íslenskra lífeyrissjóða munu ráða miklu um hvernig fer, þar sem þeir eru stórir hluthafar í öll- um fyrrnefndum félögum, Virðingu, MP banka og Íslenskum verðbréfum. Þá eiga félagasamtök einnig hluti í félögunum. Hjá Virðingu, sem varð til í núverandi mynd með samein- ingu við Auði Capital, eiga lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóður verzlunar manna, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stafir lífeyris- sjóður og Lífeyrissjóður verkfræðinga samtals ríflega 25 prósent hlutafjár. Þar af eiga Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Sameinaði lífeyrissjóðurinn ríflega átta prósenta hlut hvor. Stærsti eigandi Virðingar er KP Capital, félag stjórnar- formannsins Kristínar Pétursdóttur, með ríflega níu prósenta hlut. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einnig meðal stórra hluthafa í MP banka, á 9,74 prósenta hlut. Samkvæmt heim- ildum Kjarnans hafa nokkrar umræður átt sér stað á milli þeirra sem stýra lífeyrissjóðunum um hvernig best sé að haga málum ef til sameiningar kemur. Hjá Íslenskum verðbréfum eru lífeyrissjóðir einnig á meðal stærstu hluthafa og við- skiptavina sömuleiðis. Íslandsbanki er stærsti hluthafinn með 27 prósenta hlut, en Stapi lífeyrissjóður á 15 prósent og Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 14,4 prósent. Þessir tveir sjóðir fara því með tæplega þrjátíu prósenta hlut í félaginu. Rekstur Íslenskra verðbréfa hefur verið stöðugt já- kvæður frá árinu 2002, samkvæmt upplýsingum frá félaginu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.