Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 40

Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 40
03/07 EfnaHagSmál enginn lagt til það margar virkjanir að þær gætu staðið undir slíkum vaxtarhraða nema í e.t.v. einn áratug enn eða svo. Það er annað mál að allt útlit er fyrir að hægt verði að skapa mun meiri verðmæti úr raforkunni með sölu hennar úr landi um sæstreng en gert hefur verið með sölu til álvera undanfarna áratugi. Um aðrar náttúruauðlindir, sérstaklega olíu, er fátt hægt að segja nú. Um nýtingu þeirra er nær fullkomin óvissa. Nýjar leiðir til að vinna olíu eða gas á landi draga úr líkum á að hagkvæmt verði á næstu áratugum að nýta hugsanlega olíu á hafsbotninum við Ísland. Alþjóðleg þróun í átt að því að draga almennt úr brennslu jarðefnaeldsneytis vegna gróðurhúsaáhrifa gerir það líka. Þá vinnur það ekki með Ís- lendingum á þessu sviði að þekking innanlands á olíuvinnslu er nær engin og innviðir ekki til staðar. Við vissum meira um alþjóðafjármál þegar ákveðið var að breyta landinu í alþjóða- fjármálamiðstöð með alkunnum árangri en við vitum um olíuvinnslu nú. fjölmörg sóknarfæri Hvar eru þá sóknarfærin? Þau eru mörg og ekki mjög fjarlæg eða langsótt – en það þarf að vanda vel til verka til að ná þeim. Sjávar- útvegur og orkugeirinn verða auðvitað afar mikilvægir áfram en vilji menn að hagkerfið vaxi þarf næsta hagvaxtarskeið fyrst og fremst að byggja á fjárfestingu í mannauði sem skil- ar aukinni framleiðni á vinnustund en ekki aukinni nýtingu náttúruauðlinda. Fyrirmyndina að þessu þarf ekki að sækja langt. Þetta hefur verið Dönum ljóst lengi og þeir hafa náð afar góðum árangri að þessu leyti. Þeir eiga aragrúa fyrir- tækja í bæði framleiðslu og þjónustu af ýmsum stærðum sem eru vel samkeppnishæf alþjóðlega. Lykillinn að velgengninni er fyrst og fremst hugvit. Verg landsframleiðsla á mann er svipuð hérlendis og í Danmörku. Við náðum Dönum að þessu leyti á áttunda áratuginum, fyrir u.þ.b. einni kynslóð, og höfum haldið í við þá síðan, en vorum hálfdrættingar á við þá í upphafi síðustu „Verðmæti út- fluttra sjávarafurða 28-faldaðist á síðustu öld.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.