Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 42

Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 42
05/07 EfnaHagSmál þeirri þekkingu og viðskiptatengslum sem slík fjárfesting getur fært til landsins. Óstöðugleikinn birtist m.a. í því að samdráttarskeiðið sem hófst með hruninu varð það fjórða frá lýðveldisstofnun þar sem landsframleiðsla á mann dregst svo skarpt saman að það tekur fjölda ára að vinna það aftur upp. Óstöðugleikinn hefur þó verið enn meiri þegar kemur að verðlagi og gengi – þ.e. íslensku krónunni. Ekkert nágrannalanda okkar hefur búið við svipað umhverfi og við þegar kemur að peningamálum. Núverandi gjaldeyrishöft eru bara ein varðan enn á þeirri þrautagöngu. Óstöðugur gjaldmiðill býr til óþolandi um- hverfi fyrir bæði atvinnurekendur og launþega. Vöxtur getur komið víða fram. Á Íslandi hafa undanfarin ár komið fram ýmis mjög áhugaverð fyrirtæki sem hafa haslað sér völl alþjóðlega. Flest selja ýmiss konar þjónustu en einnig eru nokkur iðnfyrirtæki. Vandinn er að þau eru helst til fá. Það er nánast hægt að telja þau stærstu á fingrum sér. Svona fyrirtækjum er hægt að fjölga. lítil framleiðni í þjónustu Útflutningur og gjaldeyrissköpun er þó ekki það eina sem skiptir máli fyrir hagvaxtarhorfur á Íslandi. Ekki eru síður sóknarfæri innanlands. Framleiðni í ýmsum geirum inn- lendrar þjónustu er lítil. Fyrirtæki eru smá og samkeppni takmörkuð. Þetta kemur m.a. fram í verslun. Það er því miður nánast reglan að vörur eru talsvert dýrari hérlendis en í nágrannalöndunum. Ekki vegna flutningskostnaðar og opinberra gjalda, þótt slíkt skipti máli, heldur vegna þess að rekstrareiningarnar eru svo litlar og óhagkvæmar hér og að- hald markaðarins takmarkað. Þessu verður vart breytt nema með því að íslenski markaðurinn verði samofnari mörkuðum nágrannalandanna. Það gefur kost á aukinni stærðarhag- kvæmni og samkeppni, sem eykur framleiðni í verslun og vörudreifingu og lækkar vöruverð. Ekkert af þessu mun gerast sjálfkrafa. Þetta eru langtíma- verkefni fyrir samfélagið í heild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.